Gætu átt von á að verða leiddar fyrir dóm

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fyrirsætan Kendall Jenner og fleiri fyrirsætur gætu átt von á að verða leiddar fyrir dóm sem vitni þar sem þær tóku þátt í að auglýsa mislukkuðu tónlistarhátíðina Fyre Festival sem fór um þúfur árið 2017.

Ásamt Kendall Jenner voru það fyrirsætur á borð við Emily Ratajkowski, Hailey Bieber og Bella Hadid sem tóku þátt í að auglýsa Fyre Festival tónlistarhátíðina á samfélagsmiðlum. Skömmu eftir að fyrirsæturnar auglýstu hátíðina höfðu 95% miðanna verið seldir. Þetta kemur fram í frétt CNN.

Jenner er sögð hafa fengið greidda 250 þúsund dollara, um 30 milljónir íslenskra króna, fyrir að birta færslu á Instagram þar sem hún auglýsti Fyre Festival og er talið að hún hafi haft mikil áhrif á hversu vel miðasalan gekk.

https://www.youtube.com/watch?v=kkovBKfcSJ8

Þess má geta að einn aðalskipuleggjandi hátíðarinnar, Billy McFarland, var dæmdur í sex ára fangelsi í október fyrir svik í kringum Fyre Festival. Miðinn á hátíðina, sem halda átti á Bahama-eyjum, kostaði í kringum 1.200 til 100.000 Bandaríkjadali og átti að einkennast af miklum lúxus. En hætt var við hátíðina þegar í ljós kom að gestir hátíðarinnar höfðu verið sviknir illilega og skipulagið var algjört klúður.

Eins og gefur að skilja hefur þessi mislukkaða tónlistarhátíð vakið mikla athygli og tvær heimildarmyndir um hana komu nýverið út. Önnur er frá Netflix og hin frá Hulu.

Báðar myndirnar gefa innsýn inn í hversu mislukkað skipulagið var og hvernig ástandið á svæðinu varð þegar í ljós kom að hátíðinni hafði verið aflýst.

https://www.youtube.com/watch?v=j8lNWj5Atu0

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira