2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Gætu fengið milljón króna sekt

Mennirnir tveir sem skáru sporð af hákarli og tóku upp á myndband sem hefur farið sem eldur um sinu í dag gætu átt von á sekt. Þetta kemur fram í færslu sem Dýravakt Matvælastofnunar deilir á Facebook.

 

Eftir að myndbandið, sem sýnir mennina misþyrma hákarlinum, fór í umferð á samfélagsmiðlum hefur margt fólk tilkynnt málið til MAST.

Í Facebook-færslu MAST kemur fram að stofnunin hafi heimild til þess að beita sektum upp að allt að milljón eða kæra mál til lögreglu.

Sjá einnig: Skáru sporðinn af hákarli og slepptu honum svo lausum

AUGLÝSING


Myndband þar sem sporður er skorinn af hákarli er til rannsóknar hjá Matvælastofnun. Við brot á lögum um velferð dýra…

Posted by Dýravakt Matvælastofnunar on Þriðjudagur, 28. maí 2019

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is