Miðvikudagur 22. júní, 2022
7.8 C
Reykjavik

Gagnrýni á starfsemi Vöggustofanna: „Ljótar lýsingar komið fram á aðbúnaði barna sem þar dvöldu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mikil gagnrýni hefur verið á starfsemi vöggustofanna og ljótar lýsingar komið fram á aðbúnaði barna sem þar dvöldu. Sumarið 2021 fóru fimm einstaklingar sem höfðu dvalið á vöggustofunum þess á leit við borgarstjórn að koma á fót teymi sérfræðinga til að rannsaka starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1949-1973.

Á fundi borgarráðs 22. júlí 2021 var samþykkt tillaga staðgengils borgarstjóra um að farið yrði þess á leit við forsætisráðherra að fram færi heildstæð athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins og eftir atvikum annarra vöggustofa á tilteknu tímabili.

Í framhaldi af því að Reykjavíkurborg sendi forsætisráðuneytinu erindi þessa efnis kom sú afstaða í ljós í samtölum borgarstjóra og forsætisráðherra að athugun á starfsemi vöggustofanna væri best fyrir komið með þeim hætti að Reykjavíkurborg sinnti henni. Á hinn bóginn myndi forsætisráðuneytið liðsinna Reykjavíkurborg við að fá fram nauðsynlegar breytingar á lögum til að slík úttekt geti náð fram að ganga.

Borgarráð samþykkti loks í vikunni að setja á stofn nefnd þriggja óháðra sérfræðinga sem hafi það verkefni að gera heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem reknar voru í Reykjavík á síðustu öld. Þá segir í frétt inn á síðu Reykjavíkurborgar að unnið sé í samráði við forsætisráðuneyti að útvega nauðsynlegar lagaheimildir fyrir vinnu nefndarinnar.

Í fréttinni segir að Reykjavíkurborg hafi talið vera fullt tilefni til að koma á laggirnar nefnd til að rannsaka starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins þann tíma er þær voru starfræktar í Reykjavík. Með samþykkt sinni í vikunni hafi verið lagður grunnur að starfsemi nefndarinnar. Þar segir ennfremur að unnið sé að tilnefningum í nefndina og mun nefndin taka til starfa þegar þær liggja fyrir. Í forsætisráðuneytinu er jafnframt unnið að frumvarpi um nauðsynlegar lagaheimildir fyrir vinnu nefndarinnar en fram að því mun nefndin undirbúa úttektina.

Markmið og meginverkefni nefndarinnar samkvæmt frétt Reykjavíkurborgar

a. Að lýsa starfsemi vöggustofanna, hlutverki þeirra í barnaverndar- og/eða uppeldismálum og tildrögum þess að börn voru vistuð þar á því tímabili sem um ræðir.

- Auglýsing -

b. Að leitast við að staðreyna eins og kostur er hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á stofnuninni hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan á dvölinni stóð.

c. Að lýsa því hvernig eftirliti Reykjavíkurborgar og ríkisins með vöggustofunum var háttað.

d. Að lýsa öðrum atriðum sem tengjast starfsemi vöggustofanna og nefndin telur þarfnast skoðunar.

- Auglýsing -

e. Nefndin skal skila skýrslu um störf sín til borgarráðs.

f. Leggja grundvöll að tillögum til borgarráðs um frekari viðbrögð ef ástæða þykir til.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -