Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið: „Munur á að græða peninga og vera gráðugur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mar­grét Krist­­manns­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stjóri P­faff og fyrr­ver­andi vara­for­maður Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) segir að Sam­herj­a­málið láti við­skipta­lífið í heild sinni líta illa út.

Margrét vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki. Margrét var í viðtali í Morgunútvarpinu í morgun og Kjarninn fjallaði einnig um málið.

Margrét segir að þegar svona alvar­leg mál komi upp þá SA að stíga fram og tala fyrir hönd atvinnu­lífs­ins.

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sendu frá sér yfir­lýs­ingu dag­inn eft­ir Kveiks­þátt­inn. Í yfir­lýs­ing­unni kom fram að þetta mál væri mjög alvar­legt og gæti ekki aðeins skaðað orð­spor íslensks sjáv­ar­út­vegs heldur einnig orð­spor Íslands í heild sinni.

„Við vitum alveg að Sam­herj­a­menn eru ekki skap­lausir menn. Þannig það er miklu betra vera í liði með Sam­herj­a­mönnum heldur en á mót­i,“ segir Mar­grét aðspurð af hverju hún telji að SA hafi ekki séð sér fært að tjá sig um þetta mál og að sjáv­ar­út­veg­ur­inn hafi að hennar mati alltaf haft miklu meira vægi innan sam­tak­anna en atkvæða­vægi þeirra hefur sagt til um.

Hún bend­ir enn frem­ur á að sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé með 10 til 15 pró­sent vægi innan SA. „Það eru 85 pró­sent aðrir í atvinnu­líf­inu sem vilja að SA stígi fram og lýsi því yfir að þetta sé með öllu óásætt­an­leg og að svona starfi ekki alvöru fyr­ir­tæki.“

- Auglýsing -

Munur á að græða pen­inga og vera gráð­ug­ur 

Mar­grét segir jafn­framt að það sé him­inn og haf á milli þess að græða pen­inga og vera gráð­ug­ur. Hún segir að Sam­herj­a­mál­ið ­sýni svo mikla græðgi og að það sé ein af ástæð­unum af hverju íslenska þjóðin sé svona reið.

„Þarna fer eitt rík­asta fyr­ir­tæki Íslands að arð­ræna eitt ­fá­tæk­asta land í heimi. Eitt­hvað sem við getum ekki sætt okkur við og engan veg­inn sam­þykkt,“ segir Mar­grét og bendir á að Sam­herji hafi getað rekið arð­bæra útgerð í Namibíu en einnig greitt skatta og stutt upp­bygg­ingu í land­in­u. „Na­mibía hefði getað verið þeirra Siglu­fjörð­ur.“

- Auglýsing -

Aðspurð um tölvu­póst Síld­ar­vinnsl­unnar til Sam­herja um ráð­legg­ingar um hvernig væri best að blekkja Græn­lend­inga, greint var frá í dag, segir Mar­grét þetta vera hryll­ings­sögu. „Ef fleiri svona mál koma upp þá er þetta eitt­hvað sem er miklu alvar­lega en við gerum okkur grein fyrir í dag.“

Sjá einnig: Gunnþór bað Samherjamenn um ráð til að blekkja Grænlendinga: „Reyna ná kvótum og goodwill af stjórnvöldum“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -