Gamla fólkið í Árneshreppi enn óbólusett – „Varla hægt að ímynda sér betri sóttkví“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Loksins fer að líða að því að eldri borgarar í Árneshreppi á Ströndum fái bólusetningu. Í sveitarfélaginu er að finna fjóra einstaklinga yfir áttrætt og annan eins fjölda yfir sjötugu.Auk þess býr í sveitarfélaginu fólk með undirliggjandi sjúkdóma á við sykursýki. Fram að þessu hefur enginn fengið bólusetningu nema eldri hjón sem fengu fyrri sprautuna á Akranesi en bíða þeirrar seinni.  Vegna ófærðar hefur þessu fólki ekki gefist kostur á bólusetningu eins og sambærilegir hópar annars staðar á landinu. Stysta vegalengd er til Hólmavíkur en þegar bóluefni hefur borist þangað hefur ekki verið fært norður. Um 110 kílómetrar eru frá frá Norðurfirði í Árneshreppi og til Hólmavíkur. Gagnrýnt hefur verið að ekki hafi verið flogið norður með bóluefni og hjúkrunarfræðing til að fólkið í Árnshreppi njóti sömu mannréttinda og aðrir landsmenn. Mögulegt hefði verið þannig að bólusetja íbúana á flugvellinum

Á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík fengust þær upplýsingar að það styttist í að unnt verði að moka veginn í Árneshrepp og þá muni fólkið þar geta keyrt þá 220 kílómetra leið sem er fram og tll baka og fengið bólusetningu eftir því sem birgðir leyfa. Hið rétta er að vegurinn var opinn fyrir páska en er nú lokaður og enginn íbúanna kemst lönd né strönd.

„Annars er varla hægt að ímynda sér betri sóttkví en þau eru í,“ sagði starfsmaðurinn hjá Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur sem Mannlíf ræddi við.

 

 

 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Klámhögg Brynjars

Brynjar Níelsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, er einn allra skemmtilegasti þingmaður þjóðarinnar þótt hann sé kannski ekki alltaf á...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -