Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Gámurinn sem kostaði Tomas lífið talinn öruggur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir hafa velt því fyrir sér hvernig ungur tæplega þrítugur maður, Tomas Mančiauskas, gat látið lífið af völdum söfnunargáms Rauða krossins. Líklega verður það ekki leyst fyrr en krufningu og rannsókn er lokið. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, segir í svari við fyrirspurn Mannlífs að venjulega sé engin hætta af gámunum en við vissar aðstæður sé voðinn vís.

Kristín segir alla í samtökunum miður sín yfir atvikinu sem átti sér stað í Kópavogi á dögunum. Hún segir samtökin hafa reynt að aðstoða rannsókn eftir bestu getu. „Við vorum strax í sambandi við lögregluna ef það væri eitthvað sem við gætum gert til að aðstoða við rannsókn málsins. Í kjölfar þessa hörmulega slyss hefur Rauði krossinn fengið nýjustu upplýsingar um vottun og staðla gámanna, en þeir eru framleiddir í Þýskalandi og vottaðir þar. Þá höfum við einnig haft samband við Vinnueftirlitið vegna málsins,“ segir Kristín.

Hún segir fyrsta skrefið að merkja gámana enn betur. „Allir gámarnir eru merktir að það sé hættulegt að fara ofan í þá, en við munum auka við þær merkingar núna til þess að koma í veg fyrir að svona slys endurtaki sig.“

En eru þetta þá ekki dauðagildrur?

„það er lítil hætta á að slasa sig við það að setja föt í gáminn og við fáum engar tilkynningar um slíkt. Þrátt fyrir að gámarnir séu ekki taldir hættulegir getur röng umgengni vissulega valdið hættu, t.d. ef fólk klifrar upp í skúffuna eða reynir að koma höndum á bak við hana þá getur skapast hætta á að fólk klemmist. Á gámunum eru merkingar sem vara við slíkri umgengni og við munum bæta við auknum merkingum núna í kjölfar þessa hræðilega slyss.“

Hún segir enn fremur að Vinneftirlitið hafi gert úttekt á gámunum og komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu ekki hættulegir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -