Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Gangandi vegfarendur í Grafarvogi í lífshættu „Þarf einhver að deyja svo eitthvað verði gert?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Atli Guðjónsson, íbúi í Grafarvogi, varð fyrir miklu áfalli í morgun þar sem hann var á gangi með þriggja ára dóttur sína sem var á leið í leikskólann.

Atli býr í Rimahverfi Grafarvogs og segir hann umferðaröryggi vera gríðarlega ábótavant í hverfinu og raunar öllum Grafarvogi.

„Ég var með dóttur mína á háhest og var kominn eitt skref út á götuna þegar maður kemur akandi og gefur í, í flýti. Þetta er 30 gata en hann var klárlega að keyra hraðar,“ segir Atli. Þetta er í þriðja skipti á þessu ári sem hann og dóttir hans komast í hann krappann á göngu á nákvæmlega þessum stað. Atli býr í Berjarima og leikskóli dóttur hans er í Fífurima og þarf hann að þvera götuna Langarima til að komast með hana í skólann.

„Það vantar bara gangbrautir í Grafarvog, ég bý 100 metra frá leikskólanum og það er engin gangbraut nálægt mér. Ef ég ætla að fara yfir gangbraut þarf ég að ganga alla leið í verslunarkjarnann í hverfinu þar sem er gangbraut yfir Langarima.“

Atli segist oft lenda í því að þurfa að bíða heillengi eftir að nokkur stoppi fyrir þeim við götuna til að komast yfir. „Fólk stoppar alveg oft en maður þarf stundum að bíða alveg eftir 10 bílum áður en einhver stoppar fyrir manni,“ segir Atli. Á meðan hann spjallaði við blaðamann horfði hann yfir veginn, Langarima nánar til tekið, og sagði að þarna væru bílar sem væru að keyra allt of hratt. „Þarna er strætó sem er á spæninu hérna fram hjá, þeir eru eiginlega verstir.“

Atli setti sig í samband við Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur eftir atvikið í morgun en hefur engin svör fengið frá borgarfulltrúanum. Atli kveðst hafa rætt við aðra íbúa hverfisins sem taka undir með honum um að ástandið sé óásættanlegt.

- Auglýsing -

Atli segir að skortur á gangbrautum sé ekki eina ógnin við öryggi gangandi vegfarenda í Grafarvogi, lítið sé um ljósastara og þau fáu gönguljós sem eru í hverfinu vara í allt of skamma stund. „Ég fer stundum með krakkana mína út að leika í Gufunesi og við þurfum að hlaupa yfir gangbrautina þegar græni karlinn kemur hjá okkur til að ná ljósinu.“

Hann sendi blaðamanni skýringarmynd um gönguferðina sem hann tekur með dóttur sinni alla morgna og kveðst vera farinn íhuga að keyra með hana þennan stutta spöl til að stuðla að frekara öryggi.

Á myndinni má sjá leiðina sem Atli gengur með dóttur sína í leikskólann, þar er hámarkshraði 30 km/klst en hann segir fólk aka mun hraðar.

„Þetta er bara afskiptaleysi, það er margbúið að gera einhverja umferðarúttektir og ekkert er gert. Er svona dýr framkvæmd að henda upp einu skilti og mála sex rendur í götuna? Mér var sagt að það hafi verið boðið út árið 2019 og þá átti að fjölga gangbrautum og hraðahindrunum í hverfinu, ég skil ekki af hverju það er ekkert gert í þessu.“

- Auglýsing -

„Þarf einhver að deyja svo eitthvað verði gert?“ spyr Atli.

Atli tjáði sig um málið á Facebook.

„Þú sem komst á fleygi ferð á Ford fókus (svipaður smábíll) bifreiðinni núna rétt áðan inn Langarima úr suður átt. Barnið sem þú rétt slappst við að keyra yfir áður en þú brunaðir í burtu er 3 ára gamalt. Þú keyrðir of hratt miðað við hálkuna, ekkert tillit til umhverfisins. Þarna er ekki bara ég og dóttir mín að ganga heldur fullt af öðrum börnum og fullorðnum að reyna að komast í leikskólann. Vinsamlegast taktu þig til í andlitinu og hagaðu þér ekki eins og fáviti í umferðinni. Þú varst hársbreidd frá því að valda stórslysi… og já við erum með endurskinsmerki,“ skrifar Atli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -