Garðar Cortes er látinn; hann hefur verið kallaður „guðfaðir íslenskrar óperu.“
Óhætt er með öllu að segja að Garðar hafi átt ríkan þátt í því að efla óperumenningu hér á landi með miklum og sterkum hætti.
Garðar Cortes, sem hlaut heiðursverðlaun Grímunnar árið 2017 fyrir framlag sitt til íslenskra sviðslista og tónlistar, lést á sunnudaginn, 82 ára að aldri; hann var risi í íslensku tónlistarlífi.

Íslenska óperan var stofnuð árið 1980; að frumkvæði Garðars.
Garðar stofnaði einnig Söngskólann í Reykjavík þar sem hann var skólastjóri; starfaði áratugum saman sem óperusöngvari, kennari, kórstjóri sem og hljómsveitarstjóri; kom fram um víða veröld.
Garðar starfaði sem óperustjóri í tvo áratugi; hann lætur eftir sig fjögur börn og níu barnabörn, eftirlifandi eiginkona hans er Krystyna Maria Blasiak Cortes.
Blessuð sé minning Garðars Cortes.