Mánudagur 17. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Garðar er þriggja barna faðir: „Árið er 2020 og ég virðist ekki eiga nein börn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Garðar Atli Jóhannsson, þriggja barna faðir, segir farir sínar ekki sléttar eftir nýleg veikindi barnsins síns og hafa verið meinað um afgreiðslu sýklalyfja fyrir barnið. Þrátt fyrir að vera með helmings forræði yfir börnum sínum skilur Garðar ekkert í því að kerfið líti nánast svo á að hann eigi ekki börn.

Garðar fjallar um málið í færslu sinni á Facebook. „Ekki oft sem ég nenni að tuða yfir einhverju hérna á fjésbók en ég bara verð núna. Þú ert fráskilinn faðir með 1 til 3 börn. Barnsmóðir þín er með lögheimili en þið eruð með 50/50 forræði og skiptið krökkunum viku og viku. Barnið/börnin eru hjá pabba sínum og eitt verður lasið og þarf að fara til læknis, sem er ekkert mál og pabbi og barn fara á læknavakt. Barnið þarf að fá sýklalyf sem er heldur ekkert mál og skrifar læknir upp á það og sendir föður og barn í apótek,“ segir Garðar og bendir á að þá fyrst fór málið að flækjast þegar í apótekið var komið:

„Í apótekinu fá svo faðir og barn þjónustu og faðir segir kennitölu barnsins síns en er tilkynnt að hann megi ekki leysa út sýklalyf fyrir veikt barnið sitt því það er ekki með lögheimili hjá honum. Í þessari heimsókn í apótekið er barnið búið að vera kalla hátt PABBI yfir allt apótekið að henni líði illa og vilji fara heim. Samt er pabbinn spurður tvisvar sinnum hvort hann sé ekki örugglega pabbi barnsins og réttur pappír sem barnsmóðir þarf að skrifa undir til þess að pabbinn fái að leysa út lyf fyrir barnið,“ segir Garðar Atli ósáttur.

Þetta eyðublað segist Gatli hafa fengið í apótekinu til útfyllingar.

Í kjölfarið á apóteksheimsókninni segist Gatli hafa farið inn á síðu Starfræns Íslands og þar virðist eing og hann eigi engin börn. Hann segist einfaldlega vera faðir sem elski börnin sín og vilji þannig hafa eitthvað að segja um þeirra framtíð. „Árið 2020 og við erum ennþá bara þarna. Réttur foreldra þrátt fyrir 50/50 forsjá sem ekki hafa lögheimili er akkúrat enginn. Ég er þessi umræddi faðir og þegar ég fer til dæmis inn á mínar síður eða @island.is, þá virðist ég ekki eiga nein börn. Ég get ekki skráð börnin mín í íþróttir og allt sem þeim tengist hef ég ekkert um að segja nema tala við barnsmóðir mína. Ég er blessunarlega rosalega heppinn með barnsmóður og hef það mikið betra en margir feður. Faðir sem elskar börnin sín og vill fá að hafa eitthvað um hlutina sem snúa að þeim og kerfinu að segja. Þetta kerfi er úrelt og því þarf að fara breyta,“ segir Garðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -