• Orðrómur

Garðari hafnað í þeim framhaldsskólum sem hann valdi: „Í dag er ég mjög döpur fyrir hans hönd“.

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -
„Á morgun er Garðar sonur minn að útskrifast úr 10. bekk í Klettaskóla. Eins og þið flest vitið er hann með Downs heilkenni. En í dag er ég mjög döpur fyrir hans hönd,“ segir Benedikta Birgisdóttir um þá niðursstöðu að Garðar fær ekki inni í þeim framhaldsskólum sem hann óskaði eftir.
„Í vetur fórum við foreldrarnir hans og hann sjálfur að skoða framhaldsskóla. Við vorum öll spenntust fyrir Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og ákváðum að setja það sem fyrsta val. Í annað val settum við svo Borgarholtsskóla. Við vorum mjög vongóð um að hann fengi pláss í öðrum hvorum þessara skóla,“ skrifar Benedikta í ítarlegri færslu á Facebook.
Svo fór ekki. Garðar fékk höfnun en honum tilkynnt að honum væri ætlað að fara æi annan skóla.
„ Í dag barst bréf þess efnis að hann væri kominn með pláss í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Nú erum við ekkert að setja út á þann skóla, eflaust fer fram mjög fínt starf þar, fyrir þau börn sem hentar að vera þar. Það var okkar tilfinning að Garðar ætti betur heima í hinum skólunum tveimur. Í FB er mikið af krökkum sem Garðar þekkir og það þykir okkur mikilvægt,“ skrifar hún

Getur einhver bent mér á hvað hægt er að gera í þessari stöðu?

Hún segist hafa heyrt að árgangurinn í ár sé óvenjustór og þess vegna hafi höfnunin komið.
Benedikta spyr af hverju er ekki sé búið að finna út úr því að börnin fái pláss þar sem þau og fjölskyldur þeirra telji að þeim vegnist best.  Hún segist vita að unglingar fái almennt ekki endilega pláss í þeim skólum sem þau óska eftir.
„En afsakið, það gildir bara ekkert það sama um fötluð og ófötluð börn. Ófötluð börn eru almennt mun betur í stakk búinn til þess að aðlagast og kynnast nýju fólki o.s.frv. Félagaval fatlaðra barna er bara ekki jafn fjölbreytt og hjá öðrum, tel ég því afar mikilvægt fyrir þennan hóp að þau fái að vera sem mest með þeim sem þau eiga samleið með,“ skrifar hún.
Benedikta segist vera ráðalaus og óskar eftir liðsinni fólks við að leysa málið.
„Getur einhver bent mér á hvað hægt er að gera í þessari stöðu?“

Pistill Benediktu í heild sinni:

Á morgun er Garðar sonur minn að útskrifast úr 10. bekk í Klettaskóla. Eins og þið flest vitið er hann með Downs heilkenni. En í dag er ég mjög döpur fyrir hans hönd.
Í vetur fórum við foreldrarnir hans og hann sjálfur að skoða framhaldsskóla. Við vorum öll spenntust fyrir Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og ákváðum að setja það sem fyrsta val. Í annað val settum við svo Borgarholtsskóla. Við vorum mjög vongóð um að hann fengi pláss í öðrum hvorum þessara skóla. Í dag barst bréf þess efnis að hann væri kominn með pláss í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Nú erum við ekkert að setja út á þann skóla, eflaust fer fram mjög fínt starf þar, fyrir þau börn sem hentar að vera þar. Það var okkar tilfinning að Garðar ætti betur heima í hinum skólunum tveimur. Í FB er mikið af krökkum sem Garðar þekkir og það þykir okkur mikilvægt.
Við höfum heyrt að þessi árgangur sé mjög stór og það hafi verið erfitt að koma þessum börnum öllum fyrir. Hvað hefur það legið lengi fyrir að þetta sé stór árgangur? Af hverju er ekki búið að finna út úr því að þessi börn fái pláss þar sem þau og fjölskyldur þeirra telji að þeim vegnist best? Nú veit ég að unglingar almennt fá ekkert endilega pláss í þeim skólum sem þau óska eftir. En afsakið, það gildir bara ekkert það sama um fötluð og ófötluð börn. Ófötluð börn eru almennt mun betur í stakk búinn til þess að aðlagast og kynnast nýju fólki o.s.frv. Félagaval fatlaðra barna er bara ekki jafn fjölbreytt og hjá öðrum, tel ég því afar mikilvægt fyrir þennan hóp að þau fái að vera sem mest með þeim sem þau eiga samleið með.
Annað er að síðan fékk Garðar ekki inngöngu í Hitt húsið, því eins og þið vitið verða fötluð börn að vera áfram í frístund eftir skóla, því ekki fara þau ein heim eftir skóladaginn sinn. Hann fékk ekki inngöngu þangað vegna búsetu okkar (Kjós). Hitt húsið er eingöngu fyrir börn í Reykjavík. Hins vegar var okkur bent á frístundarúrræði í Hafnarfirði! Það þykir bara allt í lagi að fatlaða barnið ferðist á hverjum degi í skóla til Reykjavíkur, fari svo með bíl til Hafnarfjarðar í frístund og þangað þyrfti ég að sækja hann á hverjum degi (því ekki er möguleiki á að nýta ferðaþjónustuna heim í Kjósina) og keyra síðan alla leið heim í Kjós. Það sér hver manneskja að það er hreinlega galið! Ég var búin að senda tölvupóst á yfirmann Hins hússins með alls kyns rökum um það að fyrir okkur væri Hitt húsið besti kosturinn fyrir Garðar, bæði vegna búsetu okkar og einnig vegna félagslegu hliðarinnar þar sem Garðar þekkir fullt af krökkum sem þangað koma. En nei, computer says no. Getur einhver sagt mér af hverju í ósköpunum þetta er svona? Af hverju er ekki hægt að taka tillit til aðstæðna hvers barns?
Það eru sem sagt tvöföld vonbrigði á þessum bænum þessa dagana. Getur einhver bent mér á hvað hægt er að gera í þessari stöðu?
P.S. Fyrst ég er byrjuð, finnst ykkur eðlilegt að fjölskyldur fatlaðra barna þurfi að borga fullt gjald fyrir sumarbúðir fyrir börnin sín? Garðar fer í Reykjadal á hverju sumri og þykir það okkur ómissandi fyrir okkur öll. Fyrir Garðar sem fær þar að eyða tíma með félögum og vinum og fyrir okkur hin sem fáum smá pásu á umönnun fatlaða barnsins okkar, því eins og þið vitið er það vinna að vera alltaf með barn sem eldist en er samt að mörgu leyti eins og 4-5 ára barn (getur ekki verið einn heima o.s.frv.). En við þurfum á hverju sumri að borga fyrir hann í þessa dvöl 114.000 kr. Væri ekki eðlilegt að þessi þjónusta væri gjaldfrjáls fyrir fólk sem í raun hefur ekki val um þessa þjónustu, heldur verður að nýta sér hana?
Góðar stundir.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -