• Orðrómur

Gasmengun leggst yfir höfuðborgina

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -
Gasmengun frá gosstöðvunum leggur að öllum líkindum yfir höfuðborgina í dag en samkvæmt Veðurstofu Íslands er hins vegar ekki talið að mengunin verði það mkið að hætta stafi af. Á morgun snýst vindáttinn og þá mun gasmengunin líklega leggjast yfir Reykjanesbæ.
Nærri gosstöðvunum í Geldingadölum má nú finna suðvestangolu og vind á bilinu 3-6 m/s. Mengun frá eldgosinu barst í nótt yfir Vatnsleysuströnd og von er á henni yfir höfuðborgarsvæðið í dag.
Gangi spá Veðurstofunnar verður mengunin mest síðdegis í dag og þá gæti brennisteinsdíoxíð farið yfir heilsufarsmörk. Fari svo þá er börnum, astma-sjúklingum og fólki með aðra öndunarfærasjúkdóma ráðlagt að vera innandyra.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -