Miðvikudagur 28. september, 2022
6.8 C
Reykjavik

Gátan er leyst: Sökudólgurinn sem hélt vöku fyrir íbúum Langholtshverfis fundinn

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mannlíf greindi frá því á dögunum að íbúar í Langholtshverfi væru afar ósáttir við Eimskip og heilbrigðiseftirlit borgarinnar vegna hávaða frá Sundahöfn allar nætur. Svo mikill var hávaðinn að fólk í hverfinu gat ekki sofið. Nú er gátan leyst og sökudólgurinn fundinn.

„Nú er klukkan 5 að morgni og drunurnar berast um nálæg hverfi. Kannski að ég sé einn af fáum sem truflast af þessu og get ekki sofið. Á ekki annars að vera svefnfriður samkvæmt lögum frá miðnætti til morguns?“ sagði Einar nokkur í Facebook félagsskapnum, íbúar í Langholtshverfi.

Nágrannar Einars höfðu einnig orðið varir við hávaðann. Sigrún er ein þeirra. „Heyrði þetta um daginn og bý í Álfheimum. Svakalega mikill háfaði. Nú veit ég hvað þið eruð að tala um. Hlýtur að vera hrikalegt að búa þarna nálægt,“ sagði Sigrún. Nanna óttaðist að héldi þetta áfram yrði það til þess að lækka fasteignaverð á svæðinu. Einar bætti við að hann hefði sent ótal tölvupósta á Eimskip en ekkert gerðist.

Íbúar í Laugardal höfðu einnig orðið varir við hávaðann frá Sundahöfn. Íbúaráð Laugardals færði til bókar þann 8. Febrúar að fjölmargar kvartanir hefðu borist frá því seint á síðasti ári og fram á þennan dag.

Í ljós hefur komið að ljósavélar og frystigámar á skipum hafa valdið þessu ónæði á kvöldin og næturnar nóttu. Lagarfoss sem legið hefur við bryggju í Sundahöfn, frá því að hann bilaði í desember, er líklegasti sökudólgurinn.

- Auglýsing -

Ljósavélar skipsins eru háværari en gengur og gerist og líkleg ástæða þess að kvörtunum hafi fjölgað þetta mikið að undanförnu. Eimskip hefur brugðist við með því að koma upp raftengingu úr landi, en nýlega hafi komið í ljós að ljósavélar þurfi að vera í gangi á meðan verið er að nota krana og lýsingu á dekki á skipinu.

Þá hefur verið óskað eftir því við Eimskip að nota ekki vélarnar seint á kvöldin eða á nóttunni. Viðgerð á að vera lokið eða að ljúka.

Þá hefur Eimskip viðurkennt að hafa valdið hávaðanum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -