Fimmtudagur 22. september, 2022
7.1 C
Reykjavik

Geðvondur bæjarstjóri á Zoom – MYNDBAND – „Ég óska eftir fundarhlé núna strax. NÚNA STRAX“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Haraldur Sverrisson, bæjarsstjóri Mosfellsbæjar, hefur þótt nokkuð úfinn í samskiptum á bæjarstjórnarfundum undanfarið og herma heimildir Mannlífs að hann stjórni forseta bæjarstjórnar, Bjarna Bjarnasyni, af hörku. Haraldur er Sjálfstæðismaður en Bjarki er fulltrúi VG.

Dæmi um stjórnunarhætti Haraldar má finna í myndabandi sem er á sveimi í netheimum þessa dagana. Myndbandið má finna hér fyrir neðan.

Í myndbandinu má sjá þegar minnihlutafulltrúinn Mikael Rebora, þriðji maður á lista Vina Mosfellsbæjar, reynir að koma inn með bókun á bæjarstjórnarfundi varðandi málefni Sorpu. Haraldur bæjarstjóri sýnir nokkra vanstillingu í kjölfar bókunarinnar og virðist vera að hann nenni lítið að hlusta á röflið í minnihlutanum.

Fjarfundir bæjarstjórnar á Zoom hafa farið úr böndunum vegna þessarar vanstillingar bæjarstjórans. Bjarki, forseti bæjarstjórnar, hefur reynt að bera klæði á vopnin en bæjarstjórinn er hinn úfinn og vill gjarnan fá fundarhlé.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -