2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Gefi í skyn að ég hafi verið ráðin til að fylla upp í kynjakvóta“

Undanfarið hafa nokkrar konur deilt reynslusögum sínum af forritun undir myllumerkinu #stelpurforrita.

Á þriðjudaginn mun Ada – hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við HÍ halda pallborðsumræður undir yfirskriftinni Af hverju halda stelpur að þær geti ekki forritað?.

Pallborðsumræðurnar verða haldnar á þriðjudaginn 26. mars kl 18:00 – 19:00 í Veröld – Húsi Vigdísar Finnbogadóttur stofu VHV-023.

„Við munum leitast við að svara spurningunni ásamt því að ræða stöðu kvenna í upplýsingatækni. Við viljum vita hvaðan þessi hugsunarháttur kemur, hvaða áhrif hann hefur og hvað við getum gert til þess að breyta honum,“ segir meðal annars í lýsingu um viðburðinn.

Síðan pallborðsumræðurnar voru auglýstar hefur hópur kvenna birt reynslusögur sínar undir yfirskriftinni #stelpurforrita.

AUGLÝSING


https://twitter.com/valakr/status/1108693376868802561

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is