Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Geir Hannes er látinn: Missti 4 systkini og ákvað að fara í læknisfræði til að draga úr barnadauða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Geir Hann­es Þor­steins­son, fædd­ist í Reykja­vík 27. októ­ber 1928. Hann lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi 8. janú­ar 2021. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Geirs er Elísa­bet Krist­ins­dótt­ir. Geir upplifði margt á sinni löngu ævi og í raun kraftaverk að hann hafi orðið eldri en eins árs. Hann átti síðan eftir að láta gott af sér leiða og var einn stofnenda Félags íslenskra barnalækna og fyrsti formaður félagsins. Geir missti sjálfur fjögur systkini úr berklum og spurn­ing­unni um af hverju hann hefði ákveðið að ger­ast lækn­ir var auðsvarað:

„Ég ætlaði að verða garðyrkjumaður og kenna fólki að rækta ma­t­jurtir en ákvað að fara í lækn­is­fræðina til að draga úr barnadauða.“

Geir og Elísa­bet eignuðust fjög­ur börn sam­an, Rósu, Þorstein, Gunnar Ellert og Auði Eddu. Son­ur Elísa­bet­ar af fyrra sam­bandi er Krist­inn Pét­urs­son.

Geir ólst upp í Reykja­vík og lauk prófi frá lækna­deild Há­skóla Íslands 1958. Hann hélt síðar til Banda­ríkj­anna í sér­nám í barna­lækn­ing­um og stundaði nám við Northwestern Hospital í Minneapolis 1960-1961. Þaðan hélt hann til University Hospital of Iowa City þar sem hann hlaut rétt­indi sem barna­lækn­ir árið 1964.

Geir starfaði lengi sem skólalæknir, við ung­barna­eft­ir­lit og sem heim­il­is­lækn­ir. Hann var einn stofn­enda Fé­lags ís­lenskra barna­lækna og fyrsti formaður­inn og var lengi aldursforseti félagsins. Í Læknablaðinu segir um Geir:

„Geir fékk sérfræðiviðurkenningu 1963 og vann aðallega við ungbarnavernd víða á höfuðborgarsvæðinu, á stofu og við skólalækningar. Geir gat sér gott orðspor í starfi, en ákvað að söðla um og vinna sem heilsugæslulæknir í Heilsugæslu Kópavogs þegar hún var stofnuð árið 1980 og vann hann þar til starfsloka. Geir var kjörinn fyrsti formaður félagsins á stofnfundi þess, sem að hans sögn kom honum á óvart. Hann sat í eitt ár.“

Geir upplifði margt á sinni löngu ævi og í raun kraftaverk að hann hafi lifað. Aðeins eins árs fékk hann berkla og lýsir Gunnar Ellert, sonur Geirs, þeirri baráttu í minningargrein í Morgunblaðinu:

- Auglýsing -

„Þér var ekki hugað líf við fæðingu og fékkst berkla 1 árs gam­all. Lík­am­legt og and­legt at­gervi þitt hef­ur án vafa gert þér kleift að snúa þig út úr því á þinn ein­kenn­andi snagg­ara­lega hátt.“

Þorsteinn, annar sonur Geirs, segir föður sinn stundum hafa sagt um þann tíma:

„Við fæðingu var ég sett­ur í skó­kassa, fékk svo berkla en ég stend hér enn,“

var hann van­ur að segja með bros á vör. Að láta gott af sér leiða, dreng­lyndi, dugnaður og ósér­hlífni voru hans æðstu dyggðir og í raun þær eft­ir­sókn­ar­verðustu.“

- Auglýsing -

Geir missti fjögur systkini út berklum. Þá lést Ellert Berg bróðir hans af slysförum og var Geir mikill harmdauði. Markaði sá missir lækninn fyrir lífstíð.

Þorsteinn, sonur Geirs segir:

„Lág­vax­inn og snagg­ara­leg­ur dreng­ur sem vex upp í eft­ir­mála tveggja heims­styrj­alda og unglings­ár­in mót­ast af hörm­ung­um þess tíma. Pabbi lagði svo sann­ar­lega sín lóð á vog­ar­skál­ar til betra lífs og gerði hann oft orð fyrr­um for­seta Banda­ríkj­anna, John F. Kennedy, að sín­um:

„Spurðu ekki hvað land þitt get­ur gert fyr­ir þig, spurðu hvað þú get­ur gert fyr­ir land þitt.“

Þannig var pabbi trúr sjálf­um sér allt til enda og yfir því er ég óend­an­lega stolt­ur.

Pabbi og Ell­ert Berg bróðir hans voru mikl­ir mát­ar og varð frá­fall Ell­erts Berg föður mín­um mik­ill harmdauði. Á kveðjustundu er mér það bæði ljúft og skylt að segja að pabbi jafnaði sig aldrei á því áfalli né því sem í kjöl­far þess at­b­urðar fylgdi. Sagt er að það sem bognað hafi geti ekki orðið beint en þótt ungi maður­inn hafi bognað þá rétti hann úr sér og skóp sína framtíð.

Í heims­far­aldri kór­ónu­veirunn­ar urðu gæða- og sam­veru­stund­ir pabba með fólk­inu sínu færri en efni stóðu til.“

Þá er viðeigandi að vitna að lokum í Þorstein, son Geirs. Hann segir: Spurn­ing­unni um af hverju hann hefði ákveðið að ger­ast lækn­ir var auðsvarað:

„Ég ætlaði að verða garðyrkjumaður og kenna fólki að rækta ma­t­jurtir en ákvað að fara í lækn­is­fræðina til að draga úr barnadauða.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -