Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Gífurlegur verðmunur á klippingum – VERÐKÖNNUN – Fjölskyldan getur sparað 17 þúsund á mánuði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir Svövu Kristínu Sveinbjörnsdóttur

Vísitölufjölskyldan þarf að greiða 50 prósent meira fyrir klippingu á dýrustu hárgreiðslustofunni en þeirri ódýrustu. Mannlíf kannaði verð á 50 hárgreiðslustofum þar sem hinn mikli verðmunur kom í ljós. Sú dýrasta var Salon VEH í Kringlunni en ódýrust var Hárhornið á Hverfisgötu. Á flestum stofum var hárþvottur innifalinn í verði klippingarinnar, en þar sem hann var ekki innifalinn kom í ljós að verðmunurinn var 80 prósent á honum.

Verð á klippingu fyrir börn og fullorðna hefur mikið verið í umræðunni. Það líður vart sá dagur að ekki sjáist umræða af einhverju tagi um málefnið á samfélagsmiðlum. Þar má oftar en ekki sjá yfirlýsingar þess efnis að fólk annað hvort hafi hreinlega ekki efni á því að fara með börnin sín, fara sjálft eða fólk bara kærir sig ekki um að borga það háa verð sem sett er upp.

Nauðsynlegt er að hárgreiðslustofur skoði hvort ekki sé kominn tími á að breyta þessari háu verðlagningu.

Annað sem vert er að minnast á er það að mikið er um að klipping er boðin ódýrari í heimahúsum, svart. Margir nýta sér það í auknum mæli. Auðvitað fetta stofueigendur og aðrir fagmenn fingur út í þetta, skiljanlega. Samt mætti skoða hvernig hægt væri að sporna við þessari þróun. Lækka mætti verð og gera fleirum þannig kleift að mæta á stofu, bjóða fjölskyldutilboð, barnatilboð og þar fram eftir götunum. Það hlýtur líka að teljast kostur í rekstri að fólk haldi áfram að koma reglulega og nýjir viðskiptavinir bætast við. Það gerist þegar verði er stillt í hóf og er sanngjarnt fyrir alla aðila.

Nauðsynlegt er að hárgreiðslustofur skoði hvort ekki sé kominn tími á að breyta þessari háu verðlagningu, þar sem það á við. Það getur vart talist eðlilegt að svo mikill munur sé á sömu þjónustunni. Ekki er hægt að sleppa því að minnast á að vilji neytenda er skýr varðandi það að sjá kynjaskiptingu þegar verðlagt er afnumda. Enda má nú segja að það sé löngu úrhelt og bara ekki viðeigandi. Einungis þrjár stofur greina ekki á milli kynja þegar kemur að verðlagningu af þeim 50 sem kannaðar voru.

Enn fremur þurfa nánast allar stofur að fara að hugsa til þess að neytendur vilja sjá verð á netinu í stað þess að þurfa að hringja út um borg og bý til þess að fá uppgefin verð. Það hlýtur einnig að vera þeirra hagur þar sem yfirleitt er greinilega verið að svara í símann á hlaupum og ekki sjálfgefið að sá sem svarar, geti gefið réttar verðupplýsingar.

- Auglýsing -

Það var mjög áberandi þegar hringt var á sumar stofurnar að verið var að trufla, verðin voru ekki alltaf á hreinu, svörin um það bil þetta mikið kom oft fyrir að ógleymdri ókurteisi frá einstaka viðmælendum, nokkuð sem á ekki að eiga sér stað. Viðbrögðin voru misgóð við spurningunum og jafnvel neitað um umbeðnar upplýsingar. Tekið skal fram að greinahöfundur hringdi eins og hver annar viðskiptavinur en kynnti sig ekki sérstaklega né tilganginn með því að spyrja um verð, enda á það að vera hið sjálfsagðasta mál að fá verð uppgefin. Ókurteisin var þó vonandi undantekning frekar en regla. Það er á kristaltæru að hér má gera mikið betur við neytendur og er vonin sú að það verði rauninn í allra nánustu framtíð.

Miðað var við hjón (konu og karl) og 5 og 11 ára börn. Bæði konan og karlinn fengu sér nýja klippingu og reiknað var því með verði samkvæmt því. Ekki var reiknaður þvottur þar sem hann kostaði aukalega.

 

- Auglýsing -

Verð fyrir klippingu:

Miðað var við hjón (konu og karl) og 5 og 11 ára börn. Bæði konan og karlinn fengu sér nýja klippingu og reiknað var því með verði samkvæmt því. Ekki var reiknaður þvottur þar sem hann kostaði aukalega.

Nafn stofuDömurHerrarBörnÞvotturFjöskyldan
Slippurinn1050082005800-6800innifalinn31300
Eplið990075005900innifalinn29200
Ónix7400 – 94006400-74005800-6800180029400
Hár í höndum970080004100-6500179028300
Stofan Hárstúdíó9000 – 100007000-79005500innifalinn28900
Blondie970074004900-6200innifalinn28200
Salon VEH9000-130006500-90006500innifalinn35000
Unique10900-119008500ekki í boðiinnifalinn
Greiðan6500-810065003000-5500innifalinn23100
Englahár750062005400150024500
Dóra73006300490085023400
Hárhornið490049004000100017800
Modus6500-87006500-73005000innifalinn26000
Beautybar890069005900innifalinn27600
Sprey750055005000innifalinn23000
Sjoppan7900 (millisítt)69004900-5900innifalinn25600
Skuggi7400-89007400-89003900-6900innifalinn27600
Quest30 mín =7500 / 1 kls= 15000ekki í boði1900
Solid8900-95003500-65004000-6000innifalinn26000
Mannhattan6500-890065004500-5000innifalinn24900
Topphár790069005500100025800
Möggurnar í Mjódd7600-840062004500-6300150025400
Touch Hárstofa8000-1000070006500100030000
Stúdíó hár og húð4500-100003000-60002500-40001200-150022500
Cleopatra672055003500innifalinn19220
Skuggafall10500-1150075005500-6500innifalinn31000
Barberia6500-95006000-65003500-6500150026000
Klippistofa Jörgensekki í boði62005300innifalinn
Glamúr7900-850062003990-4990innifalinn23680
Kompaníið950075006900innifalinn30800
Wink6500-70006000-70004500-500050023500
Korner Hárstofa9900-109007700-79004000-5900250028700
Madonna5500-750055004950-5200100023150
Rauðhetta og úlfurinn950075004500-5500innifalinn27000
Emóra7500-850058004500-5000innifalinn23800
Salon Nes7000-750065004500150023000
Aida820065003700-5100innifalinn23500
Paulina Hárstúdíó4000-650045002600-3600800-120018200
Labella8900-95006500-75004800-5200150027000
Sandro79003000-69005900innifalinn26600
Hárfjelagið7900-890065004000-5500500-120024900
Höfuðlausnir78005200-59003950-5000110022650
Crinis6750-895081506750innifalinn30600
Hárflikk550049003900innifalinn18200
Effect690059004500innifalinn21800
Hártékk7900-990069005900innifalinn28600
Hársetrið690059003900-4900innifalinn21600
Klippihúsið6300-788063004950innifalinn24080
Hárlínan730065005500130024800
Scala790066005500innifalinn25500

 

Texti: Svava Kristín Sveinbjörnsdóttir. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -