Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Gilbert: „Þetta er bara hryllingur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gilbert Sigurðsson er fastur í Kólumbíu. Upphaflega ætlaði hann að dvelja þar í þrjá mánuði og kom til landsins í janúar 2020. Hann hefur gert ótal tilraunir til að komast til Íslands án árangurs. Gilbert hefur eytt um 800 þúsund krónum í flugferðir og lítur á það sem glatað fé, en mörg flugfélög sem Gilbert hefur átt viðskipti við hafa farið á hausinn vegna COVID.

Gilbert á tvö stálpuð börn sem hann saknar mikið og segir aðskilnaðinn gífurlega erfiðan og hefur hann einnig haft áhrif á börn hans. Hann tjáir sig um raunir sínar í samtali við DV.

„Ég á inneignir hjá mörgum flugfélögum en til að púsla saman mínu ferðalagi til Íslands þá eru það alltaf 3 til 5 dagar á leiðinni heim því ég þarf að taka Covid-test í sumum löndum,“ segir Gilbert í samtali við DV og bætir við:

„Ég get þá ekki stigið upp í flugvél án þess að taka test, verð þá að fara út af flugvellinum og á spítala til að taka covid-test til þess að komast áfram. Þetta er bara hryllingur.“

Hér má lesa viðtal DV við Gilbert í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -