Sunnudagur 4. desember, 2022
-2.2 C
Reykjavik

Gísli Hvanndal og Tix: „Málið var byggt á misskilningi samkvæmt honum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gísli Hvanndal greindi nýverið frá því í tölvupósti til Mannlífs að hann hefði skellt sér á tónleika með stórsöngvaranum Andrea Bocelli, sem honum þóttu frábærir, en sagði einnig að hann hefði alls ekki verið sáttur við skipulagninguna á tónleikunum hjá miðasölufyrirtækinu Tix.

Nú hefur Tix svarað tölvupósti Gísla, sem segir svo frá:

„Tix sendi mér tölvupóst og í kjölfarið bað ég þá að hringja í mig sem þeir gerðu kortéri síðar; Var reyndar í bíói með börnin mín en sýningunni var að ljúka, og þannig bara góð tímasetning,“ segir Gísli í tölvupósti til Mannlífs.

Bætir við:

„Ég átti mjög gott spjall við indælismann þar sem sér um hlutina og hefur yfirsýn yfir málin. Myndin af sætaröðum á tónleikana eru sýnd á ákveðinn hátt, og ósættið sem fólkið á tónleikum Andrea Bocelli sýndi vegna sæta sinna, var byggt á misskilningi samkvæmt honum; ég tók hann trúanlegan eftir okkar spjall og skynjaði vel einlægni hans og góðsemi og hef enga ástæðu til að efast um hans útskýringar.“

Andrea Bocelli

Gísli segir að „hann var bæði kurteis og vinsamlegur og við enduðum svo spjall okkar á að ræða um tónleika Ólafs Arnalds sem voru „Out of this world“ eins og ég orðaði það.“

Ólafur Arnalds
- Auglýsing -

Hann skrifar að „starfsmaður Tix sýndi mér bara kurteisi og baðst afsökunar á að tölvupóstur hafi hliðrast til og ekki verið haft samband fyrr. Ég þakkaði honum fyrir kurteisina og einlægnina; útskýringarnar; og að hafa haft samband, og við höfum sett þennan misskilning að baki og enduðum samtal okkar í góðri sátt: Og ég tjáði honum að ég hefði keypt miða á sýninguna Grease með Jóhönnu Guðrún meðal annars í vetur.“

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Gísli segir að lokum að „viðskipti mín og Tix.is munu því halda áfram, og ég vil þakka fyrir stórkostlega tónleika með goðsögninni Andrea Bocelli, og horfa og einblína á jákvæðu hliðarnar á þessu öllu saman; og ég fékk að upplifa minn stærsta draum þegar kemur að tónlist – sem ég get nú strokað út af Bucket-listanum mínum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -