Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Gísli Reginn borinn til grafar í dag aðeins 26 ára: „Glæsi­leg­ur ung­ur maður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gísli Reg­inn Pét­urs­son fædd­ist í Reykja­vík 27. júní 1995. Hann lést 7. ág­úst 2021 á heim­ili sínu í Reykja­vík.

Gísli Reginn var ungur og efnilegur listamaður en hann nam við Lunga-skólann á Seyðisfirði en hann gerði alla tíð stutt­mynd­ir og víd­eó­verk og var víd­eó­verk eft­ir hann sýnt í Lista­safni Reykja­vík­ur 2015.

Margir minnast hans í Morgunblaðinu í dag en þar segir meðal annars Ingibjörg Hjartardóttir í einstaklega fallegri minningargrein „Hann var óvana­lega næm­ur á fólk. Hann gat hermt eft­ir því svo ná­kvæm­lega að hann varð að þeim ein­stak­lingi sem hann tók fyr­ir, ekki bara að hann næði rödd­inni eða ein­hverj­um áber­andi tökt­um, held­ur per­sónu­leika hans og nær­veru. Hann náði sál­inni.“
Líkur hún minningargreininni með þessum ljóðræna texta um daginn áður en hann dó „Þenn­an sama dag sá amm­an hvar hann stikaði ákveðinn niður Lauga­veg­inn, yfir á Lækj­ar­göt­una og fram­hjá glugg­an­um þar sem hún sat. Hann var í leður­jakk­an­um sem hún gaf hon­um ný­lega. Glæsi­leg­ur ung­ur maður með allt lífið fram und­an. Hann gekk svo ná­lægt glugg­an­um að hún hefði getað snert hann ef rúðan hefði ekki verið á milli. Hann horfði ein­beitt­ur fram á veg­inn, vissi greini­lega hvert hann var að fara, það var eft­ir­vænt­ing í svip hans. Svo hvarf hann fyr­ir hornið.“

Útför Gísla Regins fór fram í Fríkirkjunni í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -