2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Gísli Þór lýsti erfiðum uppvaxtarárum í viðtali við Vikuna

Gísli Þór Þórarinsson, maðurinn sem skotinn var til bana á heimili sínu aðfaranótt laugardags í þorpinu Mehamn í Noregi, sagði sögu sína í viðtali við Vikuna árið 2009. Þar lýsti hann uppvaxtarárum sínum og hvernig drykkja og fátækt einkenndi heimilislífið þegar hann bjó hjá móður sinni.

Gísli var þrítugur þegar viðtalið birtist. Hann lýsti því hvernig hann hafi búið hjá mömmu sinni en farið til pabba síns tvær helgar á ári, fyrir utan það var faðir hans ekki til staðar.

Gunnar Jóhann Gunnarsson, maðurinn sem er í haldi lögreglunnar í Noregi, grunaður um að hafa skotið Gísla til bana, er hálfbróðir Gísla. Þeir Gísli og Gunnar voru sammæðra og bjuggu þeir hjá móður sinni í æsku.

Í viðtalinu, sem Hrund Þórsdóttir tók, lýsti Gísli því að hann hafi oft þurft að fara svangur í skólann vegna þess að þeir peningar sem voru til á heimilinu voru notaðir til að kaupa áfengi og sígarettur í staðin fyrir mat. Þetta hafði áhrif á frammistöðu hans í skóla og var hann álitinn erfiður nemandi. „Ef enginn matur var í boði varð ég reiður og var álitinn erfiður, en ég var bara svangur,“ útskýrði hann.

Í viðtalinu kemur einnig fram að ýmis áföll í æsku hafi haft mikil áhrif á líf Gísla og systkina hans. „Þetta bitnaði á okkur systkinunum og í kjölfarið mynduðust sár sem aldrei munu gróa,“ sagði Gísli.

AUGLÝSING


Í lok viðtalsins greindi Gísli frá því að hann hafi verið kominn á betri stað eftir að hafa unnið í sjálfum sér. „Ég hef látið þetta marka líf mitt töluvert og ákvað síðasta sumar að byggja líf mitt upp frá grunni. Ég fór að lesa mér til um alkóhólisma og afleiðingar hans, sbr. meðvirkni, og í kjölfarið fór ég að stunda líkamsrækt af kappi,“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is