Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Glíma á yfirlitsskrá yfir menningarerfðir UNESCO: „Eftir því sem fólk eldist fjölgar í glímu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Glíma er íslensk íþrótt en ef þú leitar á netinu sérðu glímufélög úti um allan heim. Oftast eru það hópar með annarlegar og skrítnar hugmyndir, þjóðernissinnar og aðrir í þeim dúr. Það er í rauninni ekki verið að kenna glímu heldur nota nafnið og svo kennt eitthvað allt annað,“ þetta segir Guðmundur Stefán Gunnarsson, varaformaður deildarinnar sem er í grunninn mikill júdókappi.

Nýlega dró svo til tíðinda í glímuheiminum því íslensk Glíma er nú á yfirlitsskrá Íslands yfir menningarerfðir sem haldið er úti í samræmi við samning UNESCO um varðveislu menningarerfða. Það er fyrsta skrefið í átti að því að komast á heimsminjaskrána, en slíkt ferli getur tekið nokkur ár.

Glíma flokkast sem fangbragðaíþrótt
Glíma er eins og fyrr segir íslensk íþrótt. Í upphafi viðureignar heilsast glímumenn, taka sér stöðu, taka tökum og stíga. Þegar báðir eru tilbúnir gefur yfirdómari merki, mega þeir þá sækja brögðum hvor gegn öðrum. Markmiðið í hverri viðureign er að veita andstæðingnum byltu með löglegu glímubragði, en halda jafnvægi sjálfur að því loknu.

Helsta mót glímunnar er Grettisbeltið hjá körlum og Freyjumenið hjá konum. Grettisbeltið er einn elsti verðlaunagripur á Íslandi.

Glíma flokkast sem fangbragðaíþrótt eins og til dæmis júdó og súmó

Guðmundur lýsir upplifun sinn á íþróttinni og segir: „þetta var mjög sérstakt og allt öðruvísi en allt sem ég hef upplifað áður. Ég hef prófað flestar bardagaíþróttir. Það er svo mikil og einstök stemning og virðing. Eftir því sem fólk eldist hjá okkur fjölgar í glímu af einhverjum ástæðum.“

- Auglýsing -

Æfingagjöldin eru alltaf jafnhá frístundastyrkjum svo allir hafi jafnan aðgang að æfingum.

Heimild: RÚV

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -