Miðvikudagur 27. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Glíma, vinsæl leikföng og dularfull morðgáta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hámgláp – við sitjum límd yfir þessum þáttum.

1. Altered Carbon eru bandarískir þættir sem gerast í framtíð þar sem hinir ríku geta fyrir tilstuðlan algerar tæknibyltingar lifað að eilífu með því að hlaða persónuleikum sínum niður í nýja líkama. Söguhetjan er Takeshi Kovacs (leikarinn Joel Kinnaman úr The Killing) sem er vakinn eftir að hafa verið í dái í 250 ár og fenginn af einum hinna ríku til að leysa vægast sagt dularfulla morðgátu. Hér er á ferð sannkallaður hvalreki fyrir unnendur mynda á borð við Minority Report og Blade Runner.

2. Muna ekki einhverjir eftir He-Man og G.I. Joe? Í bandarísku heimildaþáttunum The Toys That Made Us er rifjuð upp saga þessara og fleiri eftirsóttra leikfanga frá síðustu öld og æðinu sem skapaðist í kringum þau. Hver þáttur beinir sjónum að stakri línu og sköpurum þeirra sem veita oft áhugaverða innsýn í ris og hnignun þessara vinsælu leikfanga. Þættir um Star Wars, Barbie, G.I. Joe og He-Man eru nú þegar fáanlegir á Netflix, en von er á þáttum um Transformers, My Little Pony, Hello Kitty og LEGO.

3. Þeir sem eru í leit að spennandi glæpaseríum ættu að kíkja á Fargo, þætti úr smiðju Cohen-bræðra líkt og kvikmyndin Fargo sem þeir eru byggðir á. Fyrsta serían fylgir í grófum dráttum eftir söguþræði myndarinnar en seinni tvær fara eigin leiðir. Þess má geta að Ewan McGregor var verðlaunaður fyrir leik sinn í þriðju þáttaröðinni á síðustu Golden Globes-hátíð en seríurnar þrjár hafa unnið til fjölda verðlauna.

4. Glow eru áhugaverðir og skemmtilega öðruvísi sjónvarpsþættir sem fjalla um Rut Wilder (Alison Brie) atvinnulausa leikkonu í Los Angeles sem hefur fengið nóg af því að vera hafnað í hverri áheyrnarprufunni á fætur annarri og ákveður því að slá til þegar henni býðst að taka þátt í forvitnilegu verkefni; glímu. Það sem Rut veit hins vegar ekki er að fyrrverandi besta vinkona hennar er einn mótherjanna.

5. Bresku þættirnir The The End of the F…ing World fjallar um leit unglinganna James og Alyssu að föður hinnar síðarnefndu sem yfirgaf hana á barnsaldri. Hann er siðleysingi og hún uppreisnargjörn og saman lenda þau í ótrúlegum ævintýrum á vegferð sinni en þættirnir hafa verið lofaðir fyrir gott handrit og vandaða framleiðslu, auk þess sem aðalleikararnir Alex Lawther og Jessica Barden þykja fara á kostum.

Texti / Roald Eyvindsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -