Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Glódís stendur í stríði við Fæðingarorlofssjóð: „Mér hefur liðið eins og glæpamanni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frá því í ágústmánuði hefur Glódís Ingólfssdóttir staðið í stríði við Fæðingarorlofssjóð sem neitar að samþykkja að hún hætti fyrr störfum vegna veikinda tengd meðgöngu. Glódís sótti um tveggja mánaða framlengingu á orlofi vegna veikindanna sem læknar hafa staðfest og kvittað undir. Fæðingarorlofssjóður stendur fastur á sínu.

Glódís segir í samtali við Mannlíf frá þeirri þrautagöngu sem hún hefur þurft að ganga í gegnum síðustu vikur í baráttunni við Fæðingarorlofssjóð. Hún á von á barni en vegna líkamlegra veikinda varð hún að hætta störfum fyrr. Þá hófst hið langa stríð sem staðið hefur yfir frá því í ágúst.

„Þrátt fyrir að ég hafi vottorð frá fæðingarlækni sem segir nákvæmlega hvað er að og hvers vegna ég er óvinnufær þá er það ekki nóg. Það þarf að skila inn alveg sérstöku vottorði frá fæðingarorlofssjóði og til þess að fá það fyllt út þarf að bóka tíma hjá heimilislækni,“sagði Glódís.

Glódís

Þá bætir hún við að læknisvottorðið verði að vera undirritað með penna og frumritið sent með bréfpósti til fæðingarorlofssjóðs.

Hún segir ferlið hafi tekið margar vikur í heildina en hafi hún byrjað að vinna í þessu í ágúst. Glódís segir að hún hafi verið orðin stressuð í gær en þá voru tveir dagar í að fæðingarorlofið átti að hefjast, þann fyrsta október. Hún hafi haft samband við fæðingarorlofssjóð til þess að kanna stöðuna.

- Auglýsing -

„Þegar ég hringdi fékk ég þau svör að vottorðið væri ekki fullnægjandi þar sem læknirinn hafði ekki skrifað undir með penna heldur notast við rafræna undirskrift líkt og allir aðrir læknar gera nú til dags. Ég átti semsagt að bóka nýjan tíma hjá lækni, láta gera nýtt vottorð, passa að læknirinn HANDSKRIFI undir vottorðið, og póstleggja svo vottorðið. Semsagt sama ferlið aftur, sem tekur fleiri vikur,“ sagði Glódís sem hringdi í heilsugæsluna í framhaldinu, miður sín og áhyggjufull.

Starfsmaður heilsugæslunnar var hissa og tilkynnti henni að öll vottorð væru gerð með rafrænni undirskrift nú til dags. Bauðst starfsmaðurinn til að hafa samband við fæðingarorlofssjóð og kanna málið.

Hálftíma síðar hefur starfsmaður heilsugæslunnar aftur samband. „Eftir langar rökræður við starfsmenn fæðingarorlofssjóðs, tilkynnti hún mér að því miður ætli þeir ekki að gefa sig og ég þurfi því að senda nýtt vottorð,“ segir Glódís furðu lostin og bætir við:

- Auglýsing -

„Sem betur fer býðst þessi yndislegi starfsmaður til að útvega nýtt vottorð fyrir mig og láta lækninn kvitta án þess að ég þurfi að bóka nýjan tíma. En ég þarf samt sem áður aftur að borga fyrir í raun sama vottorð, svo auðvitað póstleggja það aftur og bíða.“

Glódís segir að þetta sé ekki eina vottorðið sem hún hafi afhent fæðingarorlofssjóði og segist hún hafa staðið í endalausum tölvupóstskrifum og símtölum.

„Að þurfa að berjast við ríkisstofnun með þessum hætti ofaná allt annað, bara til að fá greiðslu sem maður sannarlega á rétt á, það er bara fáránlegt. Mér hefur í þessu ferli liðið eins og glæpamanni sem falsar vottorð og reynir að svíkja út pening úr kerfinu. Ég er bara fegin að þetta verður væntanlega í síðasta skiptið sem ég þarf að standa í því að eiga í samskiptum við þessa stofnun,“ segir Glódís að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -