Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson segir á Facebook-síðu sinni að honum sé til „efs að nokkurs staðar á byggðu bóli sé önnur eins yfirbygging og á Íslandi. Við erum að sligast.
Hér búa jafn margir og í Coventry. Landið allt eitt kjördæmi, takk og leggjum niður sveitarstjórnarstigið.“
Undir þetta tekur Glúmur Baldvinsson og bætir við:
„Hér á að fækka þingmönnum um helming enda er tala þeirra sú hæsta per haus í heiminum öllum. Eins og þú segir Coventry, sem getur ekkert í fótbolta.
Og akkurat sammála að gera landið að einu kjördæmi og henda út bæjar og sveitastjórum á ofurlaunum. Sparar helling og gerir okkur bara skilvirkari.“