Miðvikudagur 24. maí, 2023
6.8 C
Reykjavik

Glúmur minnist Hjartar: „Ekkert mannlegt var honum óviðkomandi og hann krafðist réttlætis“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf greindi frá fyrr í dag þá er tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser látinn.

Glúmur Baldvinsson þekkti Hjört og minnist hans með hlýjum orðum:

Glúmur Baldvinsson.

„Fráfall Hjartar er mér mikið áfall. Í lífsins blóma. Eldhress í síðustu viku. Fallvalt er lífið.“

Glúmur bætir því við að „hann hlýtur að vera ógleymanlegur öllum sem þekktu hann. Hjörtur var maður ástríðu svo eftir var tekið. Gríðarlegt orkubúnt og húmoristi og húmanisti. Ekkert mannlegt var honum óviðkomandi og hann krafðist réttlætis. Sérstaklega til handa þeim sem höllum fæti standa í voru óréttláta samfélagi.“

Segir að endingu:

„Og var það ekki týpískt fyrir hann svo kraftmikinn að falla við iðju sína við landsins kröftuga fagra foss. Gullfoss. Einsog sannur víkingur.

- Auglýsing -

Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til hans nánustu og allra sem elskuðu hann og hann elskaði tilbaka.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -