Glúmur Baldvinsson segist hafa „átt því láni að fagna um ævina að hafa kynnst mörgum skemmtilegum og kjaftforum stjórnmálamanninum. Ævintýralegir karakterar. Og sumir ógleymanlegir.“
Hann segir einnig að hann hafi „líka átt því óláni að ófagna að hafa hitt og neyðst til að heilsa einhverjum leiðinlegustu pólitíkusum allra tíma. Ég nefni engin nöfn af virðingu fyrir hinu háa Alþingi. En ég hefi sem betur fer aldregi komist í námunda við leiðinlegasta þingmann þessarar aldar á Íslandi.“
Hver skyldi sú manneskja vera?
Glúmur er með það á tǽru:

„Og það hlýtur að vera Helga Vala Samfylkingar. Hún vill án vafa vel. En það er eitthvað í fasi hennar og farangri sem hreinlega drepur mig úr leiðindum. Og fælir mig. Hrokinn yfirgnæfir okkar hæstu íslensku tinda. Þess vegna er hún hvorki formaður né varaformaður.“