Glúmur Baldvinsson er skeleggur samfélagsrýnir sem kann betur en flestir að munda pennann.
Segir:
„Það er dáldið skondið að allir þeir leiðtogar Vesturlanda sem reyna að hræða líftóruna úr öllum almenningi allra landa vegna loftslagsbreytinga af manna völdum lendi hér á einkaþotum. Og keyri um á brynvörðum svörtum CO2 eldspúandi bláblikkandi trukkum.“

Hann segir að þetta sýni „bara eitt. Þeir meina ekkert með því sem þeir segja ekki fremur en NATO Kata sem tekur brosandi á móti þeim. Og hvur láir þeim?“
Glúmur er á því að „helsta ógn mannkyns er ekki hnattræn hlýnun einsog allir sem komast ekki yfir Holtavörðuheiði vegna snjóþunga síðla í maí vita. Ógnin er kjarnorkustríð.“