Miðvikudagur 5. október, 2022
5.8 C
Reykjavik

Gná loksins komin heim af spítalanum: „Leið eins og einhver væri að stinga mig með hníf í magann“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gná Jónsdóttir háskólanemi upplifði erfið áramót vegna veikinda sem hún hafði aldrei heyrt um fyrr. Hún er loksins komin heim af spítalanum en hennar bíður nú margra mánaða endurhæfing til að ná upp fyrra formi.

Í samtali við Mannlíf finnst henni mikilvægt að segja sögu sína því þarna úti geti verið fjöldi kvenna sem upplifi sömu veikindi án þess að vita nokkuð um það. „Ég velti því fyrir mér hversu margar konur upplifa þessa verki og hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi, tala ekki um það vegna þess að það er of “viðkvæmt” umræðuefni. Er einhver skömm eða eitthvað tabú í sambandi við kvensjúkdómar? Bara að spá sko…,“ segir Gná.

Sjúkdómurinn sem hrjáir Gná heitir fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (e. PCOS) og byrjaði hún að finna til einkenna daginn fyrir síðasta gamlársdag. „Ég byrjaði að fá geggjaða verki í kviðnum, ég vissi ekki alveg hvað þetta væri en hugsaði með mér að þetta væri bara mjög slæmir túrverkir, skrýtið samt hvernig þetta byrjaði að leiða út um allan líkamann, en hugsaði samt að þetta væri bara túrverkir. Nóttin var svo sem allt í lagi og ég vaknaði í skárra ástandi en ég hafði sofnað í, ennþá verkir en þeir voru þó ekki eins brútal og kvöldið áður og ég ætlaði nú ekki að láta einhverjir túrverkir stoppa mig frá því að kveðja árið 2020 almennilega,“ segir Gná og heldur áfram:

„En þetta versnaði og þegar nýja árið rann upp gat ég varla staðið í lappirnar af sársauka og svima. Nú var þetta orðið of skrýtið, ekki séns að þetta væri bara eitthvað eðlilegt, ég var alveg máttlaus, hvít í framan, titrandi og óglatt, leið eins og einhver væri að stinga mig með hníf í maganum. Við reyndum að hafa samband við læknavaktina en þar var lokað, svo hringdum við í bráðamóttökuna og útskýrði þessa brútal verki sem ég var með ásamt öllu hinu, ógleði, svima o.s.frv.“

Gná er nú að jafna sig eftir spítaladvölina og kynna sér sjúkdóminn.

Loks þegar Gná náði símasambandi við bráðamóttök Landspítala var henni sagt að hafa engar áhyggjur því þetta væru sjálfsagt annað hvort tíðaverki eða meltingartruflanir. Líkt og henni sjálfri hafði fyrst dottið í hug. „Ég var svo ringluð og mér leið eins og hálfvita, fékk ofsakvíðakast og ákvað og best væri að fara heim að hvíla mig og gá hvort ég væri ekki betri daginn eftir. Eftir mjög svefnlausa nótt fór ég uppá læknavakt, send þaðan á bráðamóttökuna og svo með sjúkrabíl á kvennadeildin á landsspítalann. Þrátt fyrir blóðgjöf á það eftir að taka einhverjar vikur/mánuði fyrir líkaminn að komast í venjulegt form en ég er þó á bataveg,“ segir Gná.

Eins og áður sagði er Gná komin heim til sín af spítalanum og er nú í rólegheitunum að kynna sér sjúkdóminn sem kvelur. „Svona fyrir þá sem hafa ekki heyrt um fjölblöðrueggjastokkaheilkenni þá er það eitthvað sem hrjáir um það bil 1 af hverjum 5 konum í hinum vestræna heimi, ef þú hafðir ekki heyrt um þetta áður þá ertu eins og ég. Samt smá skrýtið fyrst að þetta er svona algengt meðal kvenna. Ég hafði aldrei heyrt um þetta, eða þar til að blaðra sprakk hjá mér. Þegar blaðra springur veldur það sársauka sem er misvondur miðað við hvað blaðran er stór. Yfirleitt er ekkert gert, s.s. blaðran springur, vökvi úr blöðrunni dreifist um kviðinn og konan finnur fyrir miklum verkjum, tekur ibófen og svo bara búið. Stundum þarf konan að fara uppá spítala ef blaðran er stór eða, eins og í mínu tilviki þarf konan að fá blóðgjöf vegna mikið blóðtap og lyf til að stoppa blæðinguna,“ segir Gná.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -