• Orðrómur

Hverjir áttu áberandi góða og slæma viku?

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Slæm vika

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, baðst afsökunar á að hafa notað orðið „fáviti“ í sjónvarpsviðtali á RÚV nýverið. Almenningur hefur síðastliðna viku verið að velta fyrir sér hvort að orðnotkun af þessu tagi hæfi forseta vor.

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður setti fram alvarlegar ásakanir þess efnis að starfsmaður forsetaembættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og haft þaðan verulegt magn víns til einkanota. Embættið segir ekkert slíkt mál til skoðunar.

Forsetabústaðurinn á Bessastöðum er heimili forseta, eiginkonu hans og barna þeirra ásamt tveimur starfsmönnum embættisins. Óhætt er að segja að sambúðin hafi verið erfið á Bessastöðum síðan upp komst um áreiti starfsmanns embættisins í starfsmannaferð til Parísar.

Undanfarna mánuði hafa tveir starfsmenn forsetaembættisins verið í veikindaleyfi sem má rekja til kynferðislegrar áreitni af hálfu samstarfsmanns þeirra og þriðji einstaklingurinn, sem er búsettur á Bessastöðum, hefur líka orðið fyrir áreitni af hálfu sama manns.

Eini maðurinn – sem tengist málinu – hefur verið að störfum nær óslitið á tímabilinu er gerandinn.

- Auglýsing -

Þessi mál hafa verið að komast meir og meir upp á yfirborðið í vikunni og verður forvitnilegt að sjá hvernig þessum málum mun vinda fram.

 

Góð vika

- Auglýsing -

Grindvíkingum og landsmönnum öllum til mikillar gleði tók hraunið í Geldingadölum aftur við sér.

Eftir langt tímabil með þungbúnu veðri þar sem þoka og lágský hafa hindrað loftmyndatökur yfir gosstöðvunum, tókst loks að ná nýjum mælingum þann 13. september.

Eldgosið hefur jafnvel aldrei verið eins fallegt og í vikunni.

Vísindamenn segja að ógerningur sé að segja til um hvenær eldgosi ljúki á Reykjanesskaga.

Ógerningur er að segja til um hvenær eldgosið muni ljúka á Reykjanesskaga

Sérstaklega mikill léttir var á Grindvíkingum þegar gosið byrjaði, en mikið hafði mætt á þeim í aðdraganda gossins. Grindvíkingar hafa séð fyrir sér uppgang í verslun og ferðaþjónustu á svæðinu, en það vakti ugg í brjóstum margra þegar talið var að gosið hefði runnið sitt skeið. Á síðustu og verstu lét gosið svo aftur á sér kræla og allir glaðir.

 

Lestu allt um málið og meira til í brakandi fersku helgarblaði Mannlífs hér eða flettu blaðinu hér fyrir neðan: 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -