Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Góða systir til hjálpar Bubba: Lamaður maður fékk loksins ferðafrelsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn 75 ára Flateyringur, Guðbjörn Páll Sölvason, er ekki lengur kyrrsettur inni á stofnun, bundinn við hjólastól án aukahjálpatækis til þess að fara í og úr stólnum. Hópur fólks hefur nú útvegað honum dýrt hjálpartæki sem honum var neitað um á stofnuninni, svo hann komist út í hjólastóli sínum. Slíkt hjálpartæki er til staðar inni á Hrafnistu en stendur honum ekki til boða utan hennar. Dóttir hans hefur barist ötullega fyrir réttindum föður síns og fann lausnina á endanum.

 

Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir segir farir föður síns Guðbjörns Páls Sölvasonar, eða Bubba eins og hann er jafnan kallaður,  ekki sléttar í sambandi við það að hann á engan rétt á hjálpartækjum utan Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann dvelur og á lögheimili.

Guðbjörn sem er  75 ára Flateyringur fékk heilablóðfall fyrir tveimur árum sem skerti heilsu hans og hann er eftir það bundinn við hjólastól og þurfti í kjölfarið að leggjast inn á stofnun. Hann er þó svo lánsamur að eiga góða að sem vilja ferðast með hann á hans heimaslóðirnar á flateyri. Fyrirhuguð ferð vestur á firði þann 17. júní næstkomandi.

 

Guðbjörn Páll Sölvason

 

- Auglýsing -

Frelsissvipting

Það er ekki nóg fyrir Guðbjörn að vera einungis með hjólastól meðferðis, hann þarf búnað sem heitir Sara Stedy til þess að komast í og úr stólnum. Hann fær enga þjónustu hjá Sjúkratryggingum því hann er orðinn íbúi á Hrafnistu í Harnarfirði og sú stofnun á að standa straum af öllum kostnaði sem fylgir honum. Hrafnista hefur ekki fjármagn til þess að verða við því að útvega fólki þessi tæki. En Sigrún fann leiðina til að tryggja föður sínum ferðafrelsi.

 

- Auglýsing -
Búnaðurinn sem Guðbjörn þarf nauðsynlega að hafa utan hjúkrunarheimilisins

 

 Nýjar reglur á Hrafnistu

„Þetta var ekki vandamál áður. Hrafnista hefur lánað okkur Söruna út af stofnuninni þegar þess hefur þurft en nú eru komnar nýjar reglur sem banna alfarið að svona tæki séu tekin út af stofnuninni. Pabbi sagði við mig nýverið vegan ástandsins : „Ég er víst ekki manneskja,“ hefur Sigrún Lilja eftir föður sínum.

 

Kerfið ekki fyrir fólkið

„Hjúkrunarheimili er skilgreint á sama hátt og sjúkrahús, þrátt fyrir það að einstaklingurinn eigi lögheimili þar, ekki getur fólk átt lögheimili á sjúkrahúsi, segir Sigrún Lilja. Þar að auki greiðir fólk fyrir það að dvelja á hjúkrunarheimilum. Það er eitthvað mikið að því kerfi sem við búum við þegar kemur að þessu,“ bætir Sigrún við.

 

Leitaði á náðir Góðrar systur

Sigrún Lilja brá á það ráð að leita hjálpar hjá hópnum Góða systir á Facebook og þar létu viðbrögðin ekki á sér standa. Söfnun til styrktar Guðbirni bar strax árangur. Vandinn er þó enn til staðar og almenningur á ekki að þurfa að standa straum af kostnaði á sjálfsögðum hjálpartækjum sem fólk þarf nauðsynlega á að halda utan stofnana. Það er alls ekki hægt að loka fólk  inni og skerða þannig tíma þess með ástvinum og fjölskyldu utan stofnananna. Séu engin hjálpartæki í boði fyrir þá sem á þurfa að halda utan stofnana segir það sig sjálft að fólki er ekki gert kleift að yfirgefa stofnunina.

Títus rétti hjálparhönd

Þetta er einnig vandamál þegar fólk þarf að leita til tannlæknis svo dæmi sé tekið og í fleiri aðstæðum sem falla til. Í tilfelli Guðbjörns getur hann ekki með nokkru móti farið úr hjólastólnum yfir í tannlæknastól og verður því að sitja í honum þegar hann þarf á slíki þjónustu að halda. Sigrún fann Söru Stedy hjá fyrirtæki sem heitir Títus á 229.800 krónur en hún segir að hún sé varla að trúa góðmennsku fólks bæði í gegnum Góða systir sem og góðmennsku  eigenda Títus. Þau sögðu henni að hún gæti fengið búnaðinn strax og greitt fyrir hann eftir því sem safnaðist upp í hann með söfnuninni sem Sigrún setti af stað fyrir föður sinn inni á Góða systir. Safnast hefur að fullu fyrir búnaðnum og eru Sigrún og faðir hennar ákaflega þakklát öllu því góða fólki sem lagði föður hennar lið.

 

Það er bæði slæmt fyrir Guðbjörn og tannlækninn að hann geti ekki komist í tannlæknastólinn

Eldri borgarar og öryrkjar, geta í mörgum tilvikum ekki sótt í nauðsynleg hjálpartæki utan stofnana. Hrafnista eða önnur hjúkrunarheimili geta alls ekki staðið undir þeim kostnaði enda ástandið allt annað en gott sé litið til fjárveitinga til þessarra stofnana.

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -