Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Gói varð fyrir grófu einelti í grunnskóla: „Það var setið fyrir mér og ég laminn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„En þetta var auðvitað ótrúlega erfitt, ég fór ekkert heim og sagði frá því mér fannst það svo leiðinlegt fyrir pabba að upplifa að þetta væri honum að kenna.“

Guðjón Davíð Karlsson, leikari eða Gói eins og hann er betur þekktur, var lagður í einelti sem barn. Hann segir frá því í þættinum Mannamál á Hringbraut, hvernig hann sem prestssonur í Austurbæjarskóla hafi stundum fengið að finna fyrir því.

„Þetta fór svolítið fyrir brjóstið á eldri strákum sem þurftu að láta mig heyra það og það var auðvitað ekkert skemmtilegt en það sem var kannski gott í mínu tilviki var að ég var í ótrúlega góðum bekk, átti alltaf mjög góða vini því ég held að það sé skelfilegt að lenda í einelti af bekkjarfélögum sínum í sínu nánasta örugga umhverfi. Þetta voru bara eldri vitleysingar og ég náði að hugsa hvað þeim hlyti að líða illa að þurfa að níðast á einhverju barni,“ segir Gói.

Eineltið sem Gói varð fyrir var ansi gróft á köflum: „Það var setið fyrir mér og ég laminn og þeir voru alltaf með þetta grín, að einhvern tímann var ég kýldur upp við vegg og settur hnífur upp við hálsinn á mér og sögðu „biddu fyrir þér núna prestadjöfull,“ og svo skutu þeir út blaðinu og þá var það bara greiða inni í hnífskaftinu. Þegar bara greiða skaust út þá hæddust þeir að mér og voru svona: „Ó, hann er sonur guðs!“

Gagnrýnir lausn skólakerfisins á einelti

Gói segist hugsi yfir eineltinu og hann hafi hugsað enn meira um það eftir að hann eignaðist börn.
Hann telur skólakerfið ekki hafa réttu lausnina við einelti, en að hans mati er þeirra helsta lausn að leggja kannanir fyrir fólk.
„Ég held að stóra vandamálið sé hvað skólakerfið varðar er að okkar lausnir á vandanum er að leggja kannanir fyrir fólk um hvernig það upplifir hitt og þetta. Og þetta gerir ekki neitt, þetta stoppar ekki einelti. Niðurstöður eins og: Tvö prósent nemenda skólans hafa sjaldan eða aldrei upplifað einelti gerir ekkert. „Sjaldan“ er bara of mikið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -