• Orðrómur

Gómsæt súkkulaði ostakaka úr smiðju Berglindar Hreiðars

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þessi ostakaka hreinlega getur ekki klikkað og ég get lofað ykkur því að allir munu elska hana. Hún er létt og bragðgóð og undurfalleg. Toblerone súkkulaði, rjómaostur og Oreokex í bland við þeyttan rjóma er hin dásamlegasta blanda!

Botn

1 pk Oreo kex (16 kökur)

- Auglýsing -

70 g brætt smjör

Setjið kexið í matvinnsluvél/blandara og myljið vel niður.

Setjið bökunarpappír í botninn á um 20 sm smelluformi og spreyið það síðan að innan með PAM (matarolíuspreyi).

- Auglýsing -

Hrærið smjörinu saman við og þjappið kexblöndunni í botninn á smelluforminu, kælið á meðan annað er útbúið.

Berglind Hreiðarsdóttir gaf nýlega út bókina Saumaklúbburinn sem inniheldur fjölda girnilegra uppskrifta Mynd / Hallur Karlsson

Ostakaka

- Auglýsing -

500 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita

160 g sykur

2 msk. Cadbury bökunarkakó

3 gelatínblöð (+ 60 ml vatn)

230 g brætt Toblerone

2 tsk. vanilludropar

100 g Oreo Crumbs/saxað Oreo

250 ml þeyttur rjómi

Leggið gelatínblöð í bleyti í köldu vatni í um 5 mínútur. Hitið þá 60 ml af vatni í potti og vindið þau út í, eitt í einu og hrærið vel á milli, hellið yfir í skál þegar blöðin eru uppleyst og leyfið að standa á meðan annað er útbúið.

Bræðið Toblerone og leggið til hliðar.

Þeytið saman sykur og rjómaost og bætið þá bökunarkakó saman við og blandið vel.

Því næst fer brætt Toblerone, gelatínblanda og vanilludropar saman við, blandið vel saman og skafið niður á milli.

Vefjið þeytta rjómanum varlega saman við og að lokum Oreo Crumbs, hellið yfir botninn og kælið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.

Skreyting

350 ml þeyttur rjómi

Cadbury bökunarkakó

Falleg blóm, Toblerone, Oreo eða annað sem ykkur dettur í hug

Setjið þeytta rjómann í sprautupoka með um 1 sm sverum hringlaga stút og sprautið „doppur“ yfir allan toppinn.

Sigtið bökunarkakó yfir allt saman og skreytið að vild.

Sjá einnig: Áhugi Berglindar á bakstri og mat kviknaði snemma: „Matur kemur bara frá hjartanu“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nauta-carpaccio og vínin sem passa með

Í nýjasta Gestgjafanum segja þeir Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -