Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Grænkeri með húðflúr af slátursvíni: „Það er alveg hægt að breytast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ágúst Már Garðarsson, kokkur hjá verkfræðistofunni Eflu, ákvað að gerast grænkeri eftir að hann ásamt Sigurði Lofti Thorlacius, umhverfisverkfræðingi, hófu að mæla dýpt kolefnisspora þess matar sem boðið er upp á í mötuneyti Eflu.

Ágúst viðurkennir að hann takist nú á við krefjandi lífsstílsbreytingu en að hann geti ekki haldið áfram að borða dýraafurðir með góðri samvisku eftir að hann kynnti sér málið.

„Ég er í grunninn kjötæta, ég er alinn upp í sveit, hef slátrað dýrum og veiddi minka sem barn,“ segir Ágúst sem er nú orðinn vegan.

„…ég er alinn upp í sveit, hef slátrað dýrum og veiddi minka sem barn.“

Ágúst segist hafa verið mikil kjötæta og aldrei íhugað að hætta að borða kjöt áður en hann fór að skoða muninn á kolefnisspori kjötfæðis annars vegar og grænmetisfæðis hins vegar.

„Ég var ekkert að fara að breytast. Ég hafði litla löngun til að breyta mataræðinu. En fyrir þremur vikum hófst umhverfisvikan í Eflu og við fórum að prufukeyra mælingarforritið. Ég hélt að þetta myndi ekki hafa mikil áhrif á mig en þegar dagarnir liðu og ég fór að stimpla hráefnin inn og sjá tölurnar sem komu upp þá brá mér svolítið,“ útskýrir Ágúst. Í kjölfarið fór hann að lesa sér til um kjötframleiðslu og landbúnað.

„Það er alveg hægt að breytast, ég meina, þetta er hálf vandræðalegt fyrir mig því ég er með slátursvín húðflúrað á framhandlegginn,“ segir hann og skellir upp úr.

„Ég vissi ekki að ég væri svona háður osti“

- Auglýsing -

Spurður út í hvort að hann sé orðinn vegan til frambúðar svarar hann játandi. „Já, alveg hiklaust. Ég er enn þá að læra inn á þetta. Ég var til dæmis að komast að því að það er býflugnavax í rauðum Ópal og þess vegna er hann ekki í boði lengur. En ég ætla að gera mitt besta.“

Aðspurður hvort það sé einhver ákveðinn matur sem hann hefur saknað eftir að hann gerðist vegan segir hann: „Ostar. Ég vissi ekki að ég væri svona háður osti. Ég var til dæmis að baka pítsur fyrir stelpurnar mínar á föstudaginn og mér fannst ég vera að fara á mis við eitthvað í lífinu, að geta ekki fengið mér pítsu með osti“ segir Ágúst og hlær.

Í dag er fjölbreytt úrval veganosta til í verslunum en Ágúst hefur ekki fundið veganost sem hann er hrifinn af enn þá. „Þeir eru bara ekki nógu góðir að mínu mati. En maður veit ekki, vísindunum fleytir fram og kannski tekst einhverjum að búa til fullkominn veganost.“

- Auglýsing -

Krefjandi en skemmtilegt verkefni

Ágúst viðurkennir að það sé krefjandi að gera svona mikla breytingu á mataræði sínu. „Þetta er svo margbrotið. Þetta reynir vissulega á en það er gaman að takast á við svona verkefni. Maður þarf að hugsa svo margt upp á nýtt. En þegar ég sá að veganmatur getur líka verið sveittur með majónesi, þá fór ég að trúa að þetta sé hægt,“ segir hann og hlær.

„Þegar ég sá að veganmatur getur líka verið sveittur með majónesi, þá fór ég að trúa að þetta sé hægt.“

Ágúst tekur fram að úrval alls kyns matar sem unninn er úr jurtaríkinu en líkist kjöti komi sér vel í eldamennskuna. „Þessi veganmatur sem notaður er sem staðgengill fyrir kjöt er að ná auknum vinsældum og úrvalið er orðið mikið. Í gamla daga var þetta algjört „no no“ og það þótti bara hallærislegt,“ segir Ágúst sem mælir eindregið með að fólk kynni sér vegan lífsstílinn.

Fyrir áhugasama er hér fyrir neðan tafla um kolefnisspor þeirra máltíða sem starfsfólki Eflu var boðið upp á þann 17. apríl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -