Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Grænt atvinnulíf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir umhverfisverndunarsinnar telja að kapítalismi og markaðshyggja eigi sök á þeirri stöðu í loftslagsmálum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Margir punktar eru vissuleg réttir t.d. að kapítalismi stuðli að neysluhyggju. Hámark hagnaðar sé markmið fyrirtækja en ekki samfélagsleg ábyrgð. Vandamálið er þó víðtækara en ein hugmyndafræði og verður ekki leyst með öðru en hugarfarsbreytingu einstaklinga, stjórnvalda og atvinnulífs – um hvernig við umgöngumst jörðina og lifum saman með sjálfbærni að leiðarljósi. Breyting á lifnaðarháttum er lykilatriðið.

Staðan er sú að heimurinn hefur um 10-15 ár til að snúa af kúrs ef það á að halda sig innan skynsamlegra marka við hlýnun jarðarinnar. Ekki mikið meira samkvæmt vísindum sem eflast dag frá degi. Fyrst og fremst þarf að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, bæði fyrirtækja og einstaklinga. Enn eykst losun koltvíoxíðs í andrúmsloftinu ár frá ári þrátt fyrir alþjóðlegar skuldbindingar ríkja til þess að draga úr losun líkt og Parísarsáttmálinn mælir fyrir um. Góðu fréttirnar eru að vitund fólks um stöðuna í umhverfismálum eykst dag frá degi, krafan um aðgerðir er hávær og margir eru að vinna að rannsóknum og tæknilegum lausnum.  Fyrir Ísland er það hægur leikur að setja markið á sjálfbært samfélag með grænt hagkerfi og verða þannig leiðandi á sviði umhverfismála í heiminum og aðlagana sem nauðsynlegar eru vegna loftslagsbreytinga.

Það er ekki nóg að stjórnvöld grípi til aðgerða heldur þarf hugarfarsbreytingu á markaðnum og hjá atvinnulífinu. Ég er ekki þeirrar skoðunar að við getum náð því að verða sjálfbært samfélag án atvinnulífs og markaðarins. Ég er ekki þeirrar skoðunar að það að breyta um stjórnkerfi t.d. í átt að kommúnisma muni leysa loftslagsmálin. Við þurfum á besta fáanlega hugviti og nýsköpun að halda við þetta verkefni. Við þurfum ítarlegt samráð atvinnulífs og stjórnvalda til að stefna að sjálfbæru samfélagi. Við þurfum samstarf allra og markaðurinn spilar stóra rullu enda fjárfestingarþörf í innviðum við að breyta um orkugjafa mikil og margar billjóna gat sem þarf að fylla í á heimsvísu. Það verður ekki aðeins gert með opinberri fjárfestingu, heldur með samstarfi opinbera og einkageirans.

Atvinnulífið er þróttmikið og hreyfir sig hratt. Atvinnulífið hugsar í skapandi til framtíðar. Í flestum tilvikum hraðar en hið opinbera. Markaðurinn er farin að opna augun fyrir nauðsyn þess að fjárfesta í sjálfbærum grænum fjárfestingum til langstíma sem sést m.a. í eftirspurn fjárfesta erlendis. Ríkið getur stutt rækilega við þá þróun með að stíga þar jafnframt fram og skapa hvata og setja regluverk. Til þess höfum við margar leiðir. Í fyrsta lagi eru það ívilnanir í formi fjármagns – t.d. skattahagræðingar sem eru tæki sem ríkið býr við. Í öðru lagi er það löggjöf sem vottar grænar fjárfestingar og kemur á eftirliti til að komast undan grænþvotti. Þá getur ríkið lagt bann við innflutningi á eldsneyti og bílum sem eru knúðir af öðrum orkugjöfum en endurnýjanlegum sem og á meðan stutt ítarlega við fjárfestingar í hágæðaalmenningssamgöngum og deilihagkerfi, sem og rannsóknum á endurnýjanlegum orkugjöfum. Dæmi eru hér borgarlínan, efla deilihagkerfi að öðru leyti og að greiða fólki fyrir að fara til vinnu með öðrum hætti en á bíl. Þá er hægt að fara í ítarlega rannsóknar- og samstarfsvinnu um bestu framkvæmd hjá öðrum löndum. Í þriðja lagi eru það opinberar fjárfestingar bæði í rannsóknum og innviðum, fjármagn í rannsóknarsjóði sem styrkja grænar áherslur og niðurgreiðslur til sjálfbærs landbúnaðar svo dæmi séu tekin.

Atvinnulífið og markaðir þurfa á hinu opinbera að halda og hið opinbera þarf á atvinnulífinu að halda. Að skapa og móta ímynd Íslands, sem framsækið land á sviði umhverfismála, á að vera samstarfsverkefni þessara tveggja aðila miðað við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í loftslags- og umhverfismálum. Í því felast gríðarleg tækifæri fyrir okkur jafnframt á erlendri grund og ekki síður í viðskiptalegu tilliti. Vel kann að vera að atvinnulífið þurfi að sætta sig við jafnan vöxt frekar en hraðan og að horfa fremur til langtímafjárfestinga heldur en til skammstíma gróða en það eru ekki neikvæðar breytingar. Markaður og atvinnulífið lifir ekki án gjöfulla auðlinda jarðarinnar. Vernd jarðarinnar er því jafnmikið hagsmunamál allra sem og komandi kynslóða. Meginverkefnið er nú sjálfbærni alls samfélagsins – fyrir alla – sem trompar hugmyndir um skammtímahagnað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -