Laugardagur 5. október, 2024
1.8 C
Reykjavik

„Grafalvarlegt þegar þingmenn viðhafa slíka fordóma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samtökin ´78 senda frá sér yfirlýsingu vegna orðræðu Alþingismanna.

„Að vera kjörinn fulltrúi á Alþingi er valdastaða sem ber að umgangast af virðingu. Þessum völdum fylgir ábyrgð, ábyrgð sem endurspeglast m.a. í siðareglum Alþingismanna þar sem tiltekið er að þau skuli:

• rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika

• leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu

Samtökin ´78 vilja því koma því til skila að það er algjörlega óásættanlegt að kjörnir fulltrúar leyfi sér að tala með þeim hætti sem nú hefur verið gert opinbert. Kjörnir fulltrúar sem sumum hefur verið hampað fyrir vinnu sína í þágu jafnréttis.

Samtal Alþingismanna á Klaustri lýsir djúpstæðri kvenfyrirlitningu, hinseginfóbíu og fötlunarfordómum sem ekki er hægt að una. Mannréttindabarátta þessara hópa, sem og annarra minnihlutahópa, tvinnast saman og fylgist að. Það er því mikilvægt að við stöndum saman gegn orðræðu eins og þeirri sem við höfum heyrt af síðustu daga.

Það er grafalvarlegt þegar þingmenn viðhafa slíka fordóma, þar sem um er ræða fólk með mikil völd í samfélaginu og sem eiga m.a. að gæta hagsmuna kvenna, fólks með fötlun og hinsegin fólks. Við getum ekki treyst stjórnmálafólki sem talar svona. Við vitum af reynslunni, t.d. frá Rússlandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og Brasilíu, að þegar haturorðsræða er samþykkt af hálfu stjórnmálamanna getur hún eitrað og smitað út frá sér út í samfélagið. Orð eru til alls fyrst, og hegðun og orðfæri sem þetta gefur almennum borgurum til kynna að þessi viðhorf séu samþykkt, eðlileg og jafnvel æskileg. Þaðan liggur beinn og breiður vegur yfir í hatursglæpi og afturför í réttindabaráttu minnihutahópa.

- Auglýsing -

Samtökin ´78 skora á þingmenn og stjórnmálaflokka að samþykkja aldrei kvenfyrirlitningu, hinseginfóbíu eða fötlunarfordóma. Eitruð orðræða grefur undan öryggi jaðarsettra hópa og við minnum ykkur á að ábyrgð ykkar er gífurleg.“

Stjórn Samtakanna ’78.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -