Laugardagur 4. desember, 2021
-5 C
Reykjavik

Grafarþögn Ölmu landlæknis

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þann 8. október síðastliðinn sendi Mannlíf nokkrar spurningar á Ölmu D. Möller landlækni. Sneru þær að vinnuferlum innan Landspítalans er starfsmaður er grunaður um manndráp í starfi en tvö slík mál eru í rannsókn hjá lögreglunni í augnablikinu.

Ekkert svar hefur enn borist, þrátt fyrir að blaðamaður Mannlífs hafi hringt og innt eftir svörum. Honum var tjáð að upplýsingafulltrúi landlæknis myndi svara þessu. Síðan hafa liðið nokkrir dagar og maðurinn sem hefur það eina verkefni að veita fjölmiðlum upplýsingar, veitir þær ekki. Nú hefur Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra verið sendar sömu spurningar og verður fróðlegt að sjá hvort hún þegi jafn þunnu hljóði og Alma D. Möller.

Hér eru spurningarnar sem sendar voru á landlækni:

1. Hvernig er verklagið hjá Landspítalanum þegar grunur vaknar um alvarleg brot starfsmanna spítalans?
2. Þegar starfsmenn eru að vinna við spítalann „undir eftirliti“, hvernig er því eftirliti háttað?
3. Hvaða skilyrði eru fyrir því að starfsfólk sem hefur misst starfsleyfið, fái það aftur? Hvernig er það ferli?

Sjá einnig: Landspítalinn svarar engu um starfsmenn sem sæta lögreglurannsókn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -