Þriðjudagur 27. september, 2022
3.8 C
Reykjavik

Grafarvogsbúar segja Dag hættulega nískan á saltið: „Úlnliðsbrotnaði á báðum höndum á skólalóðinni“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Íbúar í Grafarvogi segjast varla komast út úr húsi vegna hálku. Þeir hugsa borgaryfirvöldum þegjandi þörfina og er hiti í sumum í Facebook-hópi íbúa. Helst finnst fólki Dagur B. Eggertsson borgarstjóri of nískur á salt. Ein kona segir son sinn með mörg bein brotin vegna hálku.

Umræðan hófst í gær þegar Gunnlaugur nokkur deildi mynd úr hverfinu og sagði: „Nú tjái ég mig ekki oft hér en það er frekar þreytandi að geta ekki farið með börnin út að leika sér á rólóvöllum fyrir svelli og leiðinlegt að hryggja börnin með reglulegri fýluferð.. samt búið að sanda göngustíga í kringum leiksvæðin, skora á Reykjavikurborg að sanda/salta svæðin þegar þeir keyra framhjá þeim.“

Flestir sem svara eru á sama máli. „Mættu vera aðeins gjafmildari á sandmagnið líka. Ég labbaði hringinn í kringum laugina rétt í þessu og það rétt sést að það sé búið að sanda á einstaka blettum,“ segir ein kona meðan önnur segir: „Bróðurparturinn af göngustígum hverfisins eru skautasvell. Það er hvorki búið að salta né sanda leiksvæðið í skólunum, hvað þá göngustíga að skólum. Held það sé komin vika sem ekki er sandað. Málið er að það er þiðnað niður í bæ en við erum svo hátt hérna norðan megin(hjara veraldar) að það nær ekki að þiðna yfir daginn.“

Sú þriðja segist hafa gert þau mistök að fara út.  „Ég tók smá göngu í hádeginu í Rimahverfinu og það voru engir göngustígar sandaðir, gerði þau mistök að fara út af orminum langa og mátti hafa mig alla við að halda jafnvægi á svellinu,“ segir hún.

Sú fjórða segir þetta hafa afleiðingar: „Sonur minn úlnliðsbrotnaði á báðum höndum á skólalóðinni í hálku nú um daginn. Skólalóðin er stórhættuleg núna svo og margar gangstéttir. Þetta er til háborinnar skammar. Nú er þetta fyrsti veturinn minn í hverfinu, er þetta alltaf svona á veturna?“

Að lokum segir einn íbúi að Grafarvogsbúar verði að hætta að treysta á Dag og bjarga sér sjálfir. „Er um nokkuð annað að ræða en fjárfesta bara í broddum? Fyrir börn og fullorðna? Ef hvorki Dagur eða Guð hlusta og gera eitthvað í hálkuvörnum þá verðum við bara að hugsa í öðrum lausnum. Annars fór ég í Fossvogskirkjugarð bæði í dag og í fyrradag og þar var ástandið ekkert skárra … samt svo nálægt Guði eða þannig“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -