Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Gráturinn nísti hjörtu lögregluþjónanna-Telpa í náttkjól hélt á bangsa og sagði: „Ekki meiða pabba“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það var gamlárskvöld. Þrír lögreglumenn saman á eftirlitsferð. Ég var yngstur, hinir tveir voru eldri og reyndari, þekktir fyrir manngæsku og umburðarlyndi. Það var gott að vera með þannig mönnum í þessu starfi.“

Þannig hefst pistillinn á vef Mannlífs eftir Jón Óðinn Waage fyrrverandi lögregluþjón og júdókennara. Þeir höfðu fengið boð um að slagsmál hefðu brotist út í heimahúsi í áramótagleðskap. Þetta útkall átti eftir að reynast Jóni eitt það erfiðasta og sorglegasta á ferlinum. Útidyrnar stóðu opnar og hávaði gesta barst út á götu. Þegar inn var komið blasti við lögregluþjónunum dapurleg sýn. Jón segir:

„Á stofugólfinu veltust tveir menn um í átökum, báðir blóðugir. Eiginkonur þeirra stóðu hjá og æptu á þá um að hætta. Öldruð móðir annars mannsins sat niðurbrotinn í stofusófanum og hélt á kornabarni sem hágrét í fanginu á henni. Foreldrar hins mannsins, sem líka voru öldruð reyndu ítrekað að taka þátt í átökunum, að því er virtist til að koma syni sínum til aðstoðar frekar en til að stilla til friðar“.

Í húsinu voru einnig mörg börn, sum á leikskólaaldri. Jón heldur áfram:

„Það sem var verst var að þarna voru mörg ung börn, flest langt innan við fermingu og nokkur á leikskólaaldri. Sum voru sem lömuð af skelfingu, önnur reyndu að grátbiðja feður sína um að hætta.“

Ekki var nokkur leið að fá hina sauðdrukknu karlmenn til að hætta slagsmálunum. Jón hélt öðrum manninum niðri á meðan félagar hans tveir tóku með valdi á hinum slagsmálahundinum. Á sama tíma gerðu foreldrar mannsins lögreglunni erfitt fyrir og réðust á lögregluþjónanna.

„Framkoma gamla fólksins gerði illt verra, sonur þeirra æstist allur upp og það gerði konan hans líka þegar reynt var að hafa hemil á gömlu hjónunum. Við þetta bættist barnsgráturinn, öll börnin voru nú farin að gráta hástöfum, hljóðin úr þeim voru átakanleg og nístu hjörtu okkar. Þetta var ekki sú fjölskylduskemmtun sem þau höfðu vonast eftir,“ segir Jón Óðinn. Eftir nokkra stund tókst lögregluþjónunum að færa ofbeldismennina í handjárn. Þá var kallað eftir aðstoð. Þegar Jón Óðinn var á leið með sinn mann í járnum út í bíl var hann stöðvaður af dóttur mannsins. Jón segir:

- Auglýsing -

„Í forstofunni stóð lítil stúlka. Hún var í náttkjól og hélt krampakenndu taki um bangsann sinn með annarri hendi. Litla stúlkan horfði á mig grátbólgnum augum, hún teygði fram lausu höndina til mín og sagði skjálfandi röddu:

„Ekki meiða pabba minn.“

Jón Óðinn segir að lokum:

- Auglýsing -

„Þetta var mitt fyrsta útkall þar sem börn voru fórnarlömb áfengisneyslu fullorðinna. Því miður ekki það síðasta.“

Hér má lesa pistil Jóns Óðins í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -