Miðvikudagur 4. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Grét þegar hún rifjaði upp tímann með Trump

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Omarosa Manigault er einn af keppendunum í sjónvarpsþættinum Celebrity Big Brother. Omarosa vakti fyrst athygli sem keppandi í The Apprentice, undir stjórn Donalds Trump, árið 2004 og réð sig síðar sem samskiptafulltrúa hans þegar hann varð forseti Bandaríkjanna. Hún sagði upp í desember í fyrra, þó margir fjölmiðlar hafi haldið því fram að hún hefði verið rekin.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Omarosu rifja upp tíma sinn í Hvíta húsinu í spjalli við sjónvarpsstjörnuna, og keppanda í Celebrity Big Brother, Ross Matthews. Hún segist hafa verið að þjóna þjóð sinni þegar Ross spyr hana af hverju í ósköpunum hún réði sig í vinnu hjá Trump.

Hún segir enn fremur að hún hafi reynt að hafa hemil á forsetanum, til dæmis á samfélagsmiðlum, en hann fer oft mikinn á Twitter.

„Ég reyndi að vera sú manneskja en allir í kringum hann réðust á mig. Þeir sögðu: Haldið henni frá honum. Ekki veita henni aðganga að honum. Ekki leyfa henni að tala við hann,“ segir Omarosa kjökrandi.

Ross spyr hana síðan hvort að bandaríska þjóðin ætti að hafa áhyggjur af hegðun forsetans. Þá kinkar hún kolli.

„Þetta verður ekki í lagi. Það verður það ekki. Þetta er svo slæmt.“

Spjallið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan:

- Auglýsing -

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -