Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Gréta María leggur upp í verðstríð með Prís – Stofnandi Bónuss er með í ráðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lágvöruverslunin Prís mun opna seinna í þessum mánuði á Smáratorgi. Markmiðið er að vera með lægsta verðið á markaði og skáka þannig Bónus og Krónunni sem hafa verið á markaðnum í góðu samkomulagi sem felur í sér að Krónan er jafnan aðeins krónu hærri í verði. Keðjurnar tvær eru með um 60 prósent af markaðnum. Fákeppnin er talin hafa í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir neytendur.

Gréta María Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Prís. Hún gat sér gott orð sem framkvæmdastjóri Krónunnar sem hún þróaði sem helsta samkeppnisaðila Bónuss.  Prís er í eigu sömu aðila og Heimkaup, Lyfjakaup og olíufélagið Skeljungur. Meðal eigenda og hugmyndafræðinga að baki versluninni nýju er Jón Ásgeir Jóhannesson, stofnandi Bónuss, og helsti hugmyndafræðingurinn að baki lágvörukeðjunni.

Jón Ásgeir er helsti hugmyndafræðingurinn að baki Bónus.

Gréta María segir í samtali við Vísi að markmiðið sé fyrst og fremst að lækka matvöruverð í landinu. Meðal annars með því að leggja áherslu á innfluttar vörur.

„Ég held að það finni það allir á eigin skinni að matvöruverð hefur hækkað gríðarlega mikið og í þannig umhverfi skapast að sjálfsögðu aðstæður fyrir nýja aðila til að koma inn á markað og brjóta upp mynstur sem hefur verið í fákeppni,“ segir Gréta María við Vísi.

Í upphafi verður aðeins ein verslun á vegum Prís. Það ræðst síðan af viðtökum á markaðnum hvort þeim fjölgar á næstunni. Þetta er sama uppskrift og var þegar Jón Ásgeir og faðir hns, Jóhannes Jónsson stofnuðu Bónus á sínum tíma. Ævintýrið hófst með lítilli verslun sem blómstraði. Nú eru Bónusverslanir á fjórða tug.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -