Mánudagur 13. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Gríðarleg aukning ofbeldismála hjá íþróttafélögum borgarinnar – 477 prósent fleiri tilkynningar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hátt í 500 prósenta aukning varð á tilkynningum um ofbeldisbrot hjá íþróttafélögum höfuðborgarinnar á þessu ári í samanburði fyrir árið í fyrra. Það sem af er ári hafa 43 tilkynningar borist Íþróttabandalagi Reykjavíkur, ÍBR, á meðan tilkynningarnar voru 9 allt árið í fyrra.

Sé litið til ársins 2019 er um að ræða nærri 1.100 prósenta aukningu á tilkynningum vegna ofbeldismála. Það ár rötuðu 4 ofbeldistilkynningar inn á borð ÍBR.

Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri janfréttis- og ofbeldismála hjá ÍBR, hefur tilkynnt alvarlegustu málin, ýmist til lögreglu eða barnaverndar. Öll íþróttafélög borgarinnar heyra undir bandalagið en þar á bæ hefur ekki verið greint hvernig ofbeldismálin skiptast niður á mismunandi íþróttagreinar.

Birta Björnsdóttir hjá ÍBR.

Sundurliðun ÍBR um tegund ofbeldismála á árinu:

Fjöldi mála eftir tegund 2021
Andlegt ofbeldi1330%
Líkamlegt ofbeldi819%
Kynferðislegt ofbeldi921%
Kynferðisleg áreitni716%
Einelti49%
Annað25%
43

Það sem er flokkað undir ‚annað‘ eru ekki endilega ofbeldismál, heldur geta þau verið til dæmis tilkynning um sjálfsskaða, sjálfsvígshugsanir eða eitthvað annað sem þarfnast fagaðstoðar. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -