Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Gríðarlegur halli á rekstri Birtíngs: Tapið á tímaritunum nam 17 milljónum á mánuði

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Útgáfufélagið Birtíngur sem gefur út Vikuna, Hús og híbýli og Gestgjafann glímir við mikla rekstarerfiðleika ef miðað er við ársreikning félagsins Tap ársins 2020 er himinhátt eða sem nemur 209 milljónun króna. Eigið fé félagsins er neikvætt. Tapið samsvarar því að félagið tapaði rúmlega 17 milljónum í hverjum mánuði eða sem nemur 580 þúsund krónum á degi hverjum og bakhjarlinn hefur blætt 1,1 milljarði króna.

Fá fyrirtæki í útgáfu tímarita og blaða hér á landi munu hafa tapað eins miklum fjármunum og útgáfufélagið á undanförnum árum. Sérstaklega er afkoman athyglisverð í samhengi við umsvif Birtíngs en tekjur útgáfunnar námu aðeins um 277 milljónum króna á síðasta ári. Eigið fé er neikvætt og skuldir nema um 266 milljónir króna, þar af um 135 milljónum króna til fjárhagslegs bakhjarls.

Fjárfestingafélagið Dalurinn ehf. áður í eigu Róberts Wessman og viðskiptafélaga hans hefur staðið að baki útgáfunni frá árinu 2017. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi þess fyrirtækis má sjá 1,1 milljarðs króna skuld við tengda aðila, að mestu vegna fjölmiðlareksturs. Tengdir aðilar eru meðal annars fjárfestingafélag Róberts og Árna Harðarsonar, Aztiq Fjárfestingar ehf. Stundin greindi nýlega frá því að fjárfestingafélög viðskiptafélaganna hefðu lagt allt að tvo milljarða króna í íslenska fjölmiðla frá árinu 2012.

Lára Ómarsdóttir neitaði því nýlega í samtali við Mannlíf að Róbert tengdist með einhverjum hætti fjármögnun vefmiðilsins 24.is. sem ritstýrt er af Kristjóni Kormáki Guðjónssyni. Hún fullyrti einnig einnig við vinnslu fréttarinnar að Róbert hefði í dag enga aðkomu að útgáfu Vikunnar, Húsa og hýbýla og Gestgjafans.

Róbert Wessman stjórnarformaður Alvogen er bakhjarl Birtíngs.

Rúmur milljarður í fjölmiðlaskuld

Frá árinu 2017 hefur lánum hluthafa Birtíngs verið breytt í hlutafé eða þau afskrifuð. Líkt og Stundin hefur áður fjallað um, nemur tap á útgáfu Birtíngs yfir 700 milljónum króna á þeim tíma. Þannig má gera ráð fyrir að nú þegar hafi verið afskrifað allt að 600 milljónir króna vegna lána til Birtíngs og líkur á endurgreiðslum lána verða að teljast fremur litlar. Fjárstuðningur hefur komið frá fyrirtækjum í beinni eða óbeinni eigu Róberts Wessman og hluti þeirra verið afskrifaður eins og áður segir.

- Auglýsing -

Svo er þó ekki hjá Fjárfestingafélaginu Dalurinn ehf., en þar hangir inni 1,1 milljarðs króna skuld við tengda aðila og neikvætt eigið fé er um 978 milljónir króna. Skammtímakröfur fyrirtækisins eru um 138 milljónir króna sem rýmair ágætlega við nýjar langtímaskuldir Birtíngs standa um áramót, er standa í 135 milljónum króna. Hlutafé fyrirtækisins er aðeins 500.000 krónur og að óbreyttu má ætla að gjaldþrot blasi við Dalnum ef ekki innheimtist. Jóhann G. Jóhannsson er í dag skráður forsvarsmaður fyrirtækisins sem skráð er með aðsetur innan veggja lyfjafyrirtækisins Alvogen. Halldór Kristmannsson einn af fyrrverandi eigendum Dalsins tilkynnti Fjölmiðlanefnd í mars síðastliðinn um að Aztiq Fjárfestingar hefðu tekið yfir starfsemi Dalsins og fjölmiðilsins Man.is.

Hagræðingaraðgerðir

Ráðist var í umfangsmiklar hagræðingaaðgerðir hjá Birtíng um mitt síðasta ár, fjölda blaðamanna var sagt upp störfum og starfsemin einfölduð. Útgáfu fríblaðsins Mannlífs var hætt og vefsvæðið mannlif.is í framhaldinu selt til Sólartúns ehf. fyrirtækis í eigu Reynis Traustasonar og Trausta Hafsteinssonar. Samhliða sölunni var gerður samstarfssamningur til fjögurra ára um nýtingu á efni tímarita og rekstur vefsvæðis.

- Auglýsing -

Erfiðleikar Birtings hafa ekki minnkað á þessu ári. Félagið fékk ekki fjölmiðlastyrk, líkt og árið á undan, sem hefði getað létt róðurinn. Reynt var að ná sambandi við Sigríði Dagný Sigurbjörnsdóttur sem svaraði ekki skilaboðum.

Fyrirvari. Uppfært 13. júní 2022: Ritstjóri Mannlífs, vinnur að heimildarbók um Róbert sem að hluta til er fjármögnuð af félagi sem er í eigu fyrrum samstarfsmanns auðmannsins. Vonast er til þess að bókin komi út fyrir lok árs, á íslensku og ensku. Lagt er upp með að segja sögu hans af heilindum. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -