Gríðarlegur munur á verði símafyrirtækjanna – VERÐKÖNNUN – Þú getur sparað 94 þúsund

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Með því að skipta við ódýrasta símfyrirtækið hér á landi getur þú sparað þér tæpar 100 þúsund krónur á ári. 69 prósenta verðmunur er á hæsta og lægsta verði símafyrirtækjanna samkvæmt verðkönnun Mannlífs. Það dýrasta Vodafone, var jafnframt með helmingi minna magn gígabæta en það ódýrasta Hringdu. 

Það margborgar sig að vera meðvitaður um það hvaða síma- og netþjónustufyrirtæki býður bestu kjörin. Því komst Mannlíf að í verðkönnun vikunnar. Það má með sanni segja að það er ekki hlaupið að því að gera verðsamanburð á net- og símaþjónustu. Bæði er um að ræða ólíkar tengingar, ljósleiðara eður ei og margs konar þættir sem geta því haft áhrif á verðið. Reynt var eftir fremsta megni að bera saman sem líkastar þjónustuleiðir símafyrirtækjanna og reynt að gæta fyllsta réttlætis með því að hafa samband símleiðis og fá ítarlegar upplýsingar.Fyrirtækin sem haft var samband við voru: Síminn, Nova, Hringdu, Vodafone og Hringiðan.  Kannaðar voru tvær mismunandi leiðir með þarfir fjölskyldna í huga. Töluleikjaspilun var mikil á heimilinum í báðum dæmunum, en það er sem dæmi einn af þeim þáttum  sem skipta miklu máli þegar valin er áskriftarleið.  Miðað var við ljósleiðaratengingu í könnuninni. Símtöl og smáskilaboð innanlands, bæði úr heimasíma og farsímum eru innifalin í öllum verðum.

Verðin sem eru gefin hér upp eru mánaðargjöld. Öll fyrirtækin gáfu upp verðin með aðgangsgjaldinu 3.590 krónum nema eitt en það var Hringiðan sem ekki gaf það upp (gjaldi bætt við í könnun). Vakin er athygli á því að það eru fleiri leiðir í boði hjá fyrirtækjunum en tekin var hagstæðasta leið án þess að vera með áskrift af sjónvarpsstöð eða aðra þjónustu. 

 

 

Þrír farsímar og heimanet, endalaust gagnamagn 

 

Fyrirtæki:Verð fyrir 3 farsíma og heimanet (endalaust gagnamagn)
Hringdu(500GB)                                                                           17,149
Hringiðan(ótakmarkað)                                                                    20,560 
Nova(ótakmarkað)                                                                    17,290
Síminn(500GB)                                                                           18,940
Vodafone(500 GB)                                                                          24,950

 

Vodafone er með hæsta verðið á þjónustunni en Hringdu þá ódýrustu. Neytandinn borgar 7.801 krónu meira á mánuði hjá Vodafone. Munurinn er 69 prósent. 

 

Heimasími, heimanet og tveir farsímar 

 

Fyrirtæki:Verð fyrir heimasíma, heimanet og 2 farsíma 50 til 100GB
Hringdu(100 GB)                                                                        16,649
Hringiðan(ótakmarkað)                                                                  20,060
Nova  Heimasími ekki í boði                                                  17,290
Síminn(100 GB)                                                                         21,000
Vodafone(50 GB)                                                                           24,340

 

Vodafone er einnig með hæsta verðið á þjónustunni hér og Hringdu enn með það lægsta. Neytandinn borgar 7.691 krónu meira á mánuði hjá Vodafone. Þó ber að hafa í huga að Vodafone er einungis með 50GB (buðu ekki upp á 100GB) en Hringdu bauð 100GB svo munurinn er í raun enn meiri. Munurinn er mikill eða 68 prósent.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -