Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Gríðarlegur verðmunur á umfelgun: Þú getur sparað sex þúsund krónur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarlegur verðmunur er á umfelgun á milli verkstæða. Munurinn á hæsta og lægsta verði er um 80 prósent. Það þýðir að sá sem lætur umfelga getur sparað sér allt að sex þúsund krónum.

Nú þegar fer að hausta þá kemur að því að setja undir vetrardekkin. En hvar er hagstæðasta verðið? Blaðamaður Mannlífs fór á stúfana og kannaði verð á 13 verkstæðum. Á heimilinu eru tveir fólksbílar með 16 og 17 tommu álfelgum og því er það verð eingöngu skoðað. Hagstæðasta verðið reyndist vera hjá no22.is en Nesdekk er með hæsta verðið. Töluverður verðmunur er á umfelgun og munar 80 prósentum á ódýrustu og dýrustu umfelgun á 17 tommu dekkjum en 77 prósent munur er á 16 tommu dekkjum. Verðkönnunin var gerð 26 og 27 september.

Miðað við að þú þarft að skipta um dekk tvisvar á ári þá er rúmlega 33 þúsund króna munur á dýrasta og ódýrasta staðnum á árs grundvelli. Verðin eiga við um eftirfarandi: Dekkin tekin undan bifreiðinni (4 stykki), þau umfelguð, sett undir og jafnvægisstillt.

Þess ber að geta að neðangreint verð er fyrir utan alla afslætti eða sérkjör svo sem FÍB afsláttar, eldri borgara og annað í þeim dúr. Sum verkstæði veita afslátt af umfelgun ef keypt eru 4 dekk undir bílinn.

Betra er að huga fyrr en seinna að dekkjaskiptum því eitt er víst að veturinn kemur alltaf á endanum og þá er gott að vera kominn tímanlega á vetrardekkin frekar en að bíða í langri röð á dekkjaverkstæði.

- Auglýsing -

Hollráð:

  1. Kannaðu verð áður en þú mætir í dekkjaskipti.
  2. Áríðandi að gera verðsamaburð ef keypt eru ný dekk.
  3. Pantaðu tíma í stað þess að lenda í röð.
  4. Gættu þess að fara vel með dekkin og þrífa þau reglulega.
  5. Ekki aka um á lélegum nagladekkjum. Það veitir falskt öryggi.
  6. Margir láta vetrardekk duga en sleppa nöglunum og valda minni mengun.
  7. Dekk eiga sér ákveðinn líftíma. Eftir 4 ár eru þau útrunnin. Ekki kaupa gömul dekk. Lestu á dekkið. Þar sést framleiðsluárið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -