2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Gríman fellur

Síðast en ekki síst

Gömul bréf til barnungrar stúlku þar sem Jón Baldvin Hannibalsson skrifaði skítugustu og klámfengnustu hugsanir sínar á blað voru ekki nóg til að fella hann úr opinberri umræðu árið 2012. Hann varð ekkert minna vinsæll þótt hann hefði sent þessi bréf, og bók í þokkabót, í þeirri von um að unglingurinn myndi svara honum á sama veg.

Honum var samt boðið í viðtöl og fékk fínar stöður og ýmislegt annað sem virðulega og fína fólkinu er gefið. Allir vissu samt alveg hvað hann var. En enginn var tilbúinn til að horfast í augu við það, ekki á einhverjum bréfum einungis. Það þótti ekki nóg.

Fólk var gjarnt á að hugsa þetta sem stundarbrjálæði, fyllerísmistök, örlítið flipp hjá karlinum. Það er ekki fyrr en nú sem fólk spyr sig af hverju það hugsaði ekki aðeins nánar út í hvernig það þyrfti afskaplega einbeittan brotavilja, að skrifa og senda bréf í pósti. Oft. Sérstaklega í ljósi þess að það hefur ekki farið neitt leynt hverskonar hegðun hann hefur sýnt af sér í fjöldamörg ár gagnvart konum – stelpum, aðallega.

Þessi viðbrögð eru fyrirsjáanleg og týpísk. Sama gamla sagan. Alltaf eins fyrir þolendur ofbeldis. Þeim er ekki trúað og ef þeim er trúað var þetta ekki nógu alvarlegt og ef það var nógu alvarlegt þarf að gefa manninum annan séns. Í þetta skiptið virðast þó margir staldra aðeins við, ekki við frásagnir þeirra kvenna sem hafa nú komið fram, heldur við eigin viðbrögð. Því allir vissu af þessu. Af hverju gerði enginn neitt? Af hverju létu allir eins og þetta hefði ekki gerst? Hvernig gátu allir vitað, en á sama tíma brosað til mannsins í viðtölum, á ráðstefnum og ráðið hann áfram í valdastöður?

AUGLÝSING


Þetta eru spurningar sem við munum líklega spyrja okkur oftar og oftar. Þar til við förum að trúa þolendum.

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is