Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Grimmileg árás í Þverholtinu – Unga stúlkan í lífshættu vegna áverkanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í desember 1981 varð 15 ára stúlka, Dolly Magnúsdóttir, fyrir hrottalegri líkamsárás í Þverholti í Reykjavík. Þegar hún fannst liggjandi í blóði sínu um klukkan tvö um nóttina var henni vart hugað líf.

Þegar fréttir bárust af árásinni var þjóðin afar slegin. Ekkert líkt þessari skelfilegu og tilgangslausu líkamsárás hafði átt sér stað áður og var telpan í kvöldbænum margra landsmanna. Þjóðin var ennfremur reið eins og sjá má í samtímaheimildum og kallaði eftir auknum sýnileika lögreglu. Fórnarlambið steig síðar fram undir nafni. Hún heitir Dolly Magnúsdóttir.

„Spámaður vikunnar“

Dolly var að bíða eftir strætisvagni þegar leið að kvöldi 4. desember 1981 þegar að 28 ára gamall maður fékk hana til að koma með sér að skúr við Þverholtinu, nálægt stoppistöðinni. Þar reyndi hann að fá Dolly til samræðis við sig en þegar hún neitaði mun hafa runnið á manninn æði og réðist hann á stúlkuna. Hann hét Hallgrímur Ingi Hallgrímsson og  „góðkunningi” lögreglunnar sem hafði komið fram nokkru áður sem „Spámaður vikunnar” í Morgunblaðinu. Spámaður vikunnar var fastur liður á íþróttasíðum blaðsins en þar sagði Hallgrímur meðal annars að hans helsta áhugamál væri að skrifast á við ungar stúlkur og tók það fram að hann svaraði öllum bréfum.

Hallgrímur réðst á stúlkuna með skrúfujárni og steini og brenndi með kveikjara. Stungurnar og brunasárin skildu stúlkuna eftir dauðvona en ekki er við hæfi að fara nánar út í þá áverka sem hann veitti stúlkunni, svo grimmdarlegir voru þeir.

Svo virðist sem kvalalostanum hafi bráð af Hallgrími því hann hringdi á sjúkrabíl um tíuleitið um kvöldið. Sjúkrabíll var sendur á staðinn en ekki tókst sjúkraflutningamönnum að finna stúlkuna. Það var síðan kl. 2 aðfararnótt 5.desember að maður var að koma af miðnætursýningu í Austurbæjarbíói og gekk fram á Dolly. Hann leitaði tafarlaust hjálpar og var henni komið undir læknishendur. Dolly var vart hugað líf en eftir margra klukkutíma á skurðarborðinu tókst að bjarga lífi hennar.

- Auglýsing -

Strax bárust grunsemdir að Hallgrími sem átti lögheimili í Þverholti. Hann var handtekinn undir miklum áhrifum fíkniefna, og játaði á sig verknaðinn.

Samfélagið reitt

Gríðarleg reiði blossaði upp í samfélaginu eins og sjá má í meðfylgjandi forsíðupistli Mánudagsblaðsins þann 14. desember það sama ár en þar segir meðal annars. „Fólk í Reykjavík er almennt svo slegið yfir þessum atburðum að lögreglustjóri getur ekki annað en látið menn sína gæta betur gatnanna og borgaranna en ekki snúið sér undan vegna „ýmissa ástæðna”. Það er ekki gaman fyrir foreldra að eiga það í vændum að fá börn sín stórskemmd eða látin vegna fordæðuverkra óðra mann, sem virðast aukast með hverju ári.”

- Auglýsing -

Dugnaður stúlkunnar og lífsvilji Dollyar mun hafa verið með ólíkindum. Sérstaklega þegar til þess er litið að um 15 ára barn var að ræða sem bæði almenningur og dagblöð þeirra tíma ræddu mikið um, oftar en ekki af töluverðu smekkleysi þar sem lýst var af nákvæmni hvaða áverka hún hafði hlotið.

Ekki löngu eftir árásina kom út lag með afar vinsælli hljómsveit þeirra tíma, Fræbblunum, og sú kjaftasaga fór af stað að textinn fjallaði um árásina og þótti mörgum það ekki við hæfi. Söngvarinn, Valgarður Guðjónsson, sá sig knúinn til að leiðrétta þann misskilning og fór til Dolly til að segja henni það í eigin persónu. Með þeim tókust ástir og að því kom að þau gengu í hjónaband.

Í viðtali við DV tveimur árum eftir árásina sagði Dolly: „Ég á þeim læknum sem hafa annast mig mikið að þakka. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og ég hef náð mér að fullu, aðeins eftir að lagfæra útlitsgalla á öðru auganu.“ Hún var þá að standsetja nýtt heimili ásamt Valgarði eiginmanni sínum og áttu þau von á sínu fyrsta barni.

Hallgrímur Ingi var dæmdur sakhæfur og hlaut 10 ára fangelsi fyrir árásina sléttu ári eftir að hún átti sér stað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -