Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Grímsey skelfur: Skjálfti áðan upp á 4,1 að stærð sem fannst vel á Akureyri og Siglufirði

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það sem af er þessum degi hefur jarðskjálftahrinan við Grímsey færst töluvert í aukana.

Stór skjálfti, 4,1 að stærð, reið yfir eyjuna rétt eftir klukkan eitt í dag. Eins og alltaf fylgdu nokkrir eftirskjálftar, sem voru á bilinu 3 til 4 að stærð.

Ljóst er samkvæmt þessu, og í gær, að tíðni stærri og stærri skjálfta er því að aukast ansi mikið og hratt.

Má nefna að tilkynningar hafa til dæmis borist frá íbúum Akureyrar og Siglufjarðar vegna hinnar miklu skjálftahrinu sem nú er í gangi.

Svo virðist vera að lítil eða engin merki séu um gosóróa, en eins og Íslendingar vita vel þá geta hlutirnir breyst snögglega þegar kemur að náttúruöflum eins og jarðskjálftum og eldgosum.

Fráþví að jarðskjálftahrinan við Grímsey hófst hafa tæplega þrjú þúsund skjálftar mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst.

- Auglýsing -

Stærsti jarðskjálftinn hingað til mældist 4,9 að stærð, á fimmta tímanum í fyrrinótt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -