Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Grímseyjarkirkja brann í nótt: „Þeir áttu aldrei mögu­leika á að bjarga þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mbl.is greindi frá því rétt fyrir miðnætti að Grímseyjarkirkja væri brunnin til grunna. Ekki tókst að bjarga neinum verðmætum úr kirkjunni fyrir brunann.

Samkvæmt fréttinni staðfesti aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Kolbrún Björg Jónsdóttir, þessar fréttir. Engum varð meint af.

Kirkjan var timburhús og því mikill eldsmatur. „Þetta er auðvitað timb­ur­hús og það er vökt­un á hús­inu. Þeir áttu aldrei mögu­leika á að bjarga þessu. Það versta er afstaðið og svo kem­ur að rann­sókn þar sem mál­in verða rann­sökuð frek­ar,“ sagði Kolbrún í viðtali við mbl.is.

Nú er unnið að því að slökkva í glóðum á svæðinu. Ekki er vitað um eldsupptökin og að sögn lögreglunnar er ekki vitað til þess að einhver hafi verið í kirkjunni þegar eldurinn kviknaði.

Kirkjan var byggð 1867 en stækkuð og endurbætt árið 1932. Altaristaflan var gerð af Arngrími Gíslasyni á Völlum í Svarfaðardal árið 1878 og var eftirmynd af verki eftir Leonardo da Vinci.

Altaristaflan í Grímseyjarkirkju
Mynd: guidetoiceland.is

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -