2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Grínast með sakaferilinn í nýrri auglýsingu

Leikkonan Lindsay Lohan, sem var eitt sinn ein alræmdasta partípían vestan hafs, er nýtt andlit lögfræðiþjónustunnar lawyer.com.

Lindsay slær á létta strengi í nýrri auglýsingu frá fyrirtækinu og gerir stólpagrín að sér sjálfri.

„Þegar lawyer.com hafði samband við mig var ég fyrst ringluð og örlítið hrædd því ég hélt að ég væri í vandræðum. Þegar þeir svo spurðu hvort ég vildi vera talsmaður þeirra varð ég áhugasöm,“ segir leikkonan í auglýsingunni, sem sjá má hér fyrir neðan.

AUGLÝSING


Lindsay hefur glímt við Bakkus og önnur hugarbreytandi efni í fortíðinni og hefur sú barátta verið vel skjalfest á síðum tímarita og dagblaða í gegnum tíðina. Þá hefur hún einnig komist í kast við lögin nokkrum sinnum, til að mynda fyrir að keyra undir áhrifum áfengis, og gerir hún einnig grín að því í auglýsingunni.

„Frá því að vera handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum. Við skulum ekki láta eins og ég hafi ekki lent í því einu sinni, þrisvar sinnum eða eitthvað. Þá er þetta svo einfalt og þetta er ókeypis,“ segir Lindsay.

Einnig var myndband sett á YouTube með mistökum úr auglýsingagerðinni sem er líka mjög hressandi:

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is