Miðvikudagur 7. desember, 2022
-5.2 C
Reykjavik

Grínkóngur giftir sig

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stórleik­ar­inn og Grínkóngur Íslands, sjálfur Pét­ur Jó­hann Sig­fús­son er nú genginn í heilagt hjónaband; hann og Sigrún Hall­dórs­dótt­ir staðfestu ást sína á hvort öðru fyrir Guði og mönnum um helg­ina.

Mynd / Skjáskot af Facebook.

Hjónin eru hins vegar búin að vera lengi saman; í heil fimmtán ár.

Athöfnin fór fram í hinni fallegu Garðakirkju.

Hjónin Pét­ur Jó­hann og Sigrún eiga einn son sam­an, en bæði eiga þau dætur – eina á mann – úr fyrra sam­bandi.

Eitt af þekktari hlutverkum Péturs Jóhanns, í þáttunum vinsælu Næturvaktin.

Alveg óhætt er að segja að Pét­ur Jóhann er einn allra vin­sæl­asti skemmtikraft­ur Íslands­ og of langt mál væri að telja upp öll hlutverkin sem hann hefur skilað af sér með sóma og sann.

Mynd / Skjáskot af Facebook.

Sigrún er síðan enginn aukvisi; sinnir starfi mannauðsstjóra hjá Bláa lón­inu, sem er heimsfrægt fyrirtæki sem milljónir útlendinga og góður slatti af Íslendingum hefur heimsótt á síðustu áratugum.

- Auglýsing -

Glæsileg hjón sem Mannlíf sendir hamingjuóskir til.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -